fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 13:30

Rúnar Freyr er með húmorinn í lagi. Mynd: Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason var spurður spjörunum úr á K100 í vikunni um hvað hann hafi vanalega í matinn. Rúnar Freyr sagði í viðtalinu vera ansi lélegur í skipulagningu og gripi oft eitthvað tilbúið með sér heim. Hann var á leiðinni á læknavaktina og gerði ráð fyrir að stoppa í Nóatúni.

„Það er líka hægt að fara eitthvað eins á Búlluna eða Hagavagninn að ná í eitthvað. Það er stundum notað. Svo er Dommarinn stundum tekinn á þriðjudögum,“ segir Rúnar Freyr í meðfylgjandi viðtali. Hulda Bjarna, annar þáttarstjórnandinn, skildi ekkert í þessu viðurnefni.

„Hvað er Dommarinn?“ spyr Hulda og Rúnar Freyr svarar um hæl. „Dommarinn er Dominos.“

Eyðir í vitleysu

Eitt af áramótaheitum leikarans var að minnka eyðslu.

„Ég veit að ég eyði alltof miklu í einhverja vitleysu. Nenni ekki að elda og fer að kaupa eitthvað sem er helmingi dýrara en ef ég hefði gert það sjálfur. Það er ekki að ganga nógu vel á fyrstu metrunum,“ segir Rúnar Freyr og hlær. Það var svo þegar að talið barst að Veganúar sem leikarnir æstust.

„Ég prófaði einu sinni Eldum Rétt Vegan. Ég var alveg að fíla það,“ segir Rúnar Freyr, en hann og kona hans, Guðrún Jóna, eiga mörg börn á ýmsum aldri. „Það var ekki að skora hjá öllum aldurshópum. Þannig að ég hef ekki gert það aftur,“ bætir hann við og segist ætla að prófa að borða vegan aftur þegar að fækka fer í heimili. Logi Bergmann, hinn þáttarstjórnandinn efast um að það muni einhvern tímann gerast. Þá gerir Rúnar Freyr þau bæði kjaftstopp.

„Ég get sagt ykkur það að það er von á öðru,“ segir Rúnar Freyr og við tekur löng þögn.

„Nei, ég er að djóka. Guðrún er komin 2 daga á leið. Ekki segja neinum,“ segir hann og skellihlær sem og Logi og Hulda.

Hlusta má á þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 5 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift
Matur
Fyrir 6 dögum

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni