fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 14:30

Lauren segir athugasemdirnar vissulega hafa áhrif.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakarinn Lauren Ko hefur vakið gríðarlega athygli síðustu mánuði vegna þess að hún bakar svo undurfagrar bökur að maður trúir varla að þær séu ætar. Lauren starfar nú eingöngu við það að baka og breiða út bakstursboðskapinn, en það virðist fara í taugarnar á sumum ef marka má Instagram-sögu hennar í vikunni.

„Í morgun sagði blaðamaður mér að hann hefði fundið þráð á Reddit þar sem einhver birti myndirnar mínar og skrifaði: „Það þarf að læsa þessa kellingu inni í bíl og keyra honum út í á.“ Annar svaraði þessu með: „Frábær hugmynd. Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“,“ skrifar Lauren í sögu sinni. Hún segist reyna að taka þetta ekki inn á sig en svona athugasemdir særi samt.

„Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að forðast miðla eins og Reddit og Facebook út af athugasemdum eins og þessum. Núna hópast fólk að mér og segir mér að hafa ekki áhyggjur af leiðindapésum. Ég fatta það. Þeir eru ekki tímans virði né sársaukans í hjartanu. En ég er bara mennsk. Ég get ekki tekið aftur að sjá eða heyra svona lagað. Í sannleika sagt skelf ég enn,“ segir hún og hvetur fólk til að snúa sér að jákvæðara tali.

„Ég er venjuleg manneskja að báu til bökulist í eldhúsinu heima hjá mér því það er gaman. Í stóra samhenginu skiptir þessi Instagram-reikningur ekki miklu máli. Getum við vinsamlegast notað ástríðu okkar, sannfæringu og skarpskyggni í eitthvað sem skiptir máli???“

Þá bendir Lauren fylgjendum sínum á að brýn vandamál sem þarfnast úrlausnar séu allt um kring.

„Það er hættuástand í Jemen og Sýrlandi. 15.000 börn innflytjenda eru í haldi í bandarískum stofnunum. Enn er ekki hreint vatn að fá í Flint. Það eru rúmlega 40.000 heimilislausir nemar í Washington-fylki. Finnum innihaldríkari leiðir til að eyða tíma okkar, orku og hæfileikum í.“

View this post on Instagram

Fruit and holler. 🗣| We’re all trapped in the same glass cage of commotion. Clamor girls all around. Shawtys in the clubbub. Don’t get caught up in the bustle and flow. Don’t get knocked for a whoop. Noise will be noise, so stay in the cheer and now. 📣| Passionfruit curd tart with a tangle of kiwi and papaya triangles. 🧡. . . . . . . . . . #lokokitchen #passionfruit #maracuya #papaya #kiwi #tart #fruitful #tartart #triangles #patterns #tiles #hootnholler #glasscageofemotion #shawtysintheclub #hustleandflow #hereandnow #f52grams #buzzfeast #huffposttaste #bombesquad #imsomartha #heresmyfood #designboom #dscolor #ihavethisthingwithcolor #createbeauty #comidabonita #petitejoys #seattle_igers

A post shared by Lauren Ko (@lokokitchen) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 5 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift
Matur
Fyrir 6 dögum

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni