fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Sara Barðdal þolir ekki megrunarkúra – Hér er ástæðan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 08:18

Sara talar af ástríðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju þoli ég ekki alla þessa megrunarkúra?!? Ketó, LKL og svo framvegis. Því þeir fókusa BARA á útlitið og að grennast. Jú, jú, borðaðu beikon, rjóma og smjör í hvert mál – þú grennist alveg svakalega en rústar bara hjarta- og æðakerfinu þínu í leiðinni. En hva, þú munt líta mega vel út í kjól í stærð SMALL! Er það ekki það sem skiptir mestu máli?“ skrifar Sara Barðdal, ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hitfit.is, á Instagram-síðu sína.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Barðdal (@sara_barddal) on

Sara er með tæplega þrjú þúsund fylgjendur á Instagram og hefur færslan vakið athygli, enda margir í miðri lífsstílsbreytingu, eða megrun eins og Sara kallar það, í janúar. Sara telur að fólk sé ef til vill að einbeita sér að vitlausum hlutum þegar kemur að mataræði.

„Hvernig væri að byrja að fókusa á matinn út frá því hann gefur okkur,“ spyr Sara. „Matur er nefnilega ekki bara kaloríur inn og kaloríur út. Fæðan hefur áhrif á ALLT í líkamanum okkar, hormónakerfi, alla ferla, bólgur, hjarta- og æðakerfi, meltinguna, meira að segja heilann og litlu tána þína. Við þurfum því að fara að hugsa aðeins lengra en hvernig spegilmyndin lítur út og horfa á okkar innra umhverfi.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Barðdal (@sara_barddal) on

Orka eða slen?

Í færslunni gefur Sara fólki góð ráð um hvernig á að læra hvaða matur virkar vel fyrir líkamann og hver ekki.

„Byrjaðu á að fylgjast með hvernig þér líður eftir máltíðina. Upplifur þú orku eða slen? Uppþembu eða vellíðan? Veldu hreina og lítið unna fæðu, veldu mikið af ferskri vöru – það sem vex undir sólinni. Stútfylltu líkamann af grænmeti og fylgstu með muninum á líðan. Sneiddu framhjá sykri og fæðu sem hvetur til bólgumyndunar,“ skrifar einkaþjálfarinn og heldur áfram.

„Allt mun þetta hjálpa þér að komast í betra jafnvægi. Svo þegar það er komið verður eftirleikurinn svo miklu auðveldari, því þegar þú hættir að vera föst í vítahring orkuleysis og sykurþarfa er miklu auðveldara að velja vel, upplifa þannig meiri orku og léttast – ef það er á markmiðalistanum. Hvernig hljómar það?“

View this post on Instagram

Af hverju þoli ég EKKI alla þessa megrunarkúra?!? KETO, LKL o.s.frv… Því þeir fókusa BARA á útlitið og að grennast… jújú borðaðu beikon,rjóma og smjör í hvert mál, þú grennist alveg svakalega en rústar bara hjarta og æðakerfinu þínu í leiðinni.. en hva, þú munt líta mega vel út í kjól í stærð SMALL! Er það ekki það sem skiptir mestu máli?? 🤯😤 Hvernig væri að byrja að fókusa á matinn útfrá því sem hann gefur okkur, matur er nefnilega ekki bara kalóríur inn og kalóríur út. Fæðan hefur áhrif á ALLT í líkamanum okkar, hormónakerfi, alla ferla, bólgur, hjarta og æðakerfi, meltinguna, meira að segja heilann, og litlu tána þína! Við þurfum því að fara hugsa aðeins lengra en hvernig spegilmyndin lítur út og horfa á þitt INNRA umhverfi. 🙌 Byrjaðu að fylgjast með hvernig þér líður eftir máltíðina, upplifir þú orku eða slen? Uppþembu eða vellíðan? Veldu hreina og lítið unna fæðu, veldu mikið af ferskri vöru, það sem vex undir sólinni 🌱🌞 Stútfylltu líkamann af grænmeti og fylgstu með muninum á líðan. Sneiddu framhjá sykri og fæðu sem hvetur til bólgumyndunar. Allt mun þetta hjálpa þér að komast í betra jafnvægi. Svo þegar það er komið, verður eftirleikurinn svo miklu auðveldari, því þegar þú hættir að vera föst í vítahring orkuleysis og sykurþarfa er miklu auðveldara að velja vel, upplifa þannig meiri orku og léttast (ef það er á markmiðalistanum) 🙏✨💕 Hvernig hljómar það??

A post shared by Sara Barðdal (@sara_barddal) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“