fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Stjórnmálaöflin í matarformi – Hvaða matur er uppáhalds flokkurinn þinn?

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 26. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitthvað sem er alltaf hægt að tala um í þjóðfélaginu þá er það stjórnmál, matur og veðrið. Samræður um veðrið endast yfirleitt ekki lengur en í 48 sekúndur þannig að heppilegt er að sameina það fyrrnefnda, mat og stjórnmál.

Við spurðum okkur hvaða matur það væri sem lýsir hverjum flokki best og eftir mikla rannsóknarvinnu er niðurstaðan komin.

Sjálfstæðisflokkurinn – Grillkjöt 

Sjálfstæðisflokkurinn elskar grillkjöt eins og Hannes Hólmsteinn orðaði í Kastljósi hér um árið:

„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“

 

Viðreisn – Afgangar úr ísskápnum

Viðreisn er flokkurinn sem borðar afgangana úr ísskápnum og það er bara allt í góðu með það. Þeir eyða minna í innkaup og oftar en ekki verður til einhver dýrindis máltíð úr afgöngunum.

 

Miðflokkurinn – Hlaðborð

Miðflokkurinn er flokkurinn sem nýtir hlaðborð til hins ýtrasta, alltaf fyrstir á staðinn og síðastir út. Ef það er eitthvað sem skiptir Miðflokkinn máli eins og hlaðborð eða orkupakki þá gefur flokkurinn ekki auðveldlega eftir.

 

Píratar – Svart Doritos

Það er margt líkt með Pírötum og svörtu Doritos snakki. Píratar eru sterkir eins og svart Doritos en flokkurinn gengur í gegnum erfiðleika þessa dagana rétt eins og snakkið sem virðist hafa týnt bragðinu.

 

Samfylkingin – Biscotti kex

Samfylkingin er algjört biscotti kex. Flokkurinn er harður og stendur á sínu og þegar þú býður þeim síðan að kíkja í kaffi er oft auðveldara að ræða málin.

Flokkur fólksins – Brauðterta

Flokkur Fólksins er algjör brauðterta. Það eru eflaust margir sem muna eftir því þegar Flokkur fólksins bauð upp á magnaða brauðtertu í kosningakaffinu sínu. Brauðtertan var hríseysk og toppuð með túnfiski og frönskum kartöflum.

Vinstri Græn – Pizza með vitlausum áleggjum

Það voru eflaust margir sem kusu Vinstri Græn í síðustu kosningum því þeir hugsuðu með sér að þarna væri flokkur sem myndi draga Alþingi meira til vinstri og vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. Margir urðu eflaust vonsviknir þegar flokkurinnn fór í samstarf með Sjálfstæðiflokknum. Þess vegna er flokkurinn eins og pizza með vitlausum áleggjum. Þegar maður pantar pizzu með pepperoni þá vill maður ekki fá pizzu með ansjósum og gráðosti.

 

Framsóknarflokkurinn  – Íslenskt lambalæri

Framsóknarflokkurinn er mikið fyrir íslenskan landbúnað og því er það augljóst að flokkurinn er íslenskt lambalæri. Eflaust er lambalærið síðan kryddað með íslensku blóðbergi og bláberjum sem eru tínd úti í móa.

Hvað finnst þér lesandi góður? Er þetta rétt túlkað eða hefðirðu viljað sjá eitthvað öðruvísi?

Endilega skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan ef þér finnst einhver annar matur henta stjórnmálaflokkunum betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa