fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Matarvenjur Íslendinga: Stuðningsmenn þessara stjórnmálaflokka borða mest af rauðu kjöti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður könnunar á vegum MMR á mataræði Íslendinga eru áhugaverðar. Meðal annars kom í ljós að því eldra sem fólk er, því líklegra er það til að borða fisk og því minni áhyggjur sem Íslendingar hafa af hlýnun jarðar, því meira rautt kjöt borða þeir.

Könnunin er á daglegu mataræði Íslendinga. Hún var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Helstu niðurstöður könnunar MMR:

Kjöt eða ekki kjöt?

Yfir helmingur landsmanna kvaðst neyta mjólkurvara og hvíts kjöts oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði.

Tæplega einn af hverjum fimm, eða tæp tuttugu prósent, þátttakenda sagðist sjaldan eða aldrei neyta mjólkurvara eða rauðs kjöts.

Nærri 25 prósent landsmanna sagði fisk vera sjaldan eða aldrei hluta af sínu daglega mataræði.

Konur og karlar

Karlar (58%) reyndust líklegri en konur (39%) til að segja rautt kjöt oft eða alltaf vera hluta af daglegu mataræði sínu.

Konur reyndust líklegri til að segja grænmetisfæði (43%), umhverfisvæn matvæli (33%), lífræn matvæli (27%) og veganfæði (10%) vera oft eða alltaf til staðar í daglegu mataræði sínu heldur en karlar.

Því eldri, því meiri fiskur

Neysla fisks jókst með auknum aldri en svarendur á aldrinum 50-67 ára (46%) og 68 ára og eldri (59%) reyndust líklegri en yngri svarendur til að segjast borða fisk oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði.

Svarendur á aldrinum 18-29 ára (48%) reyndust hins vegar líklegri en aðrir svarendur til að segjast oft eða alltaf neyta grænmetisfæðis.

Vinstri grænir fyrir grænmeti

Stuðningsfólk Vinstri grænna var líklegast til að segja grænmetisfæði (47%), umhverfisvæn matvæli (39%), lífræn matvæli (35%) og veganfæði (19%) oft eða alltaf vera hluta af sínu daglega mataræði en stuðningsfólk Framsóknarflokksins reyndist líklegast til að segjast oft eða alltaf neyta rauðs kjöts (73%).

Áhyggjur af jörðinni

Neysla á rauðu kjöti fór minnkandi með auknum áhyggjum af hlýnun jarðar en 72% þeirra sem kváðust hafa mjög litlar áhyggjur sögðu rautt kjöt oft eða alltaf vera hluta af sínu daglega mataræði, samanborið við 39% þeirra sem kváðust hafa mjög miklar áhyggjur.

Þá fór hlutfall þeirra sem kváðust neyta mjólkurvara og rauðs kjöts oft eða alltaf sem hluta af daglegu mataræði minnkandi með auknum breytingum á matarvenjum í þágu umhverfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa