fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2019 12:00

Eiríkur Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn Eiríkur Ragnarsson, sem gengur einnig undir nafninu eikonomics, skrifar áhugaverðan pistil í Kjarnanum um reglu sem er í hávegum höfð á mörgum heimilum landsins.

„Óskrifuð regla er á mörgum heim­ilum að það sé ekki sami ein­stak­ling­ur­inn sem eldar og vaskar upp eftir mat­inn. Ef pabbi eldar þá vaskar mamma eða börnin upp. Þetta kerfi er svo gam­alt og hefðin svo gróin að það er nán­ast ómögu­legt að hugsa sér ann­ars­konar kerfi. Hefðin er svo vel rótuð að við látum okkur ekki einu sinni detta það í hug að skora á hvort hefðin sé af hinu góða, eða hvort megi bæta hana,“ skrifar Eiríkur og bætir við að þessi hefð sé meingölluð.

„Þegar hefðin er skoðuð nán­ar, og í gegnum gler­augu hag­fræð­inn­ar, er nokkuð ljóst að hún er mis­heppn­uð. Hvat­arnir eru allir á þvers og kruss. Og kokk­ur­inn græðir á kostnað upp­vask­ar­ans. Ástæðan er ein­föld: Kokk­ur­inn ber ekki kostn­að­inn af eigin óskil­virkni og leti.“

Kokkurinn á að vaska upp

Eiríkur segir það skynsamlegast að sá sem eldi matinn vaski einnig upp.

„Ef kokk­ur­inn veit að hann þarf að taka til eftir elda­mennsk­una reynir hann af öllum mætti að lág­marka skítug eld­hús­á­höld og leir­tau. Hann getur gert það með því að vanda valið á matnum (sumir réttir krefj­ast fleiri áhalda). Einnig getur hann end­ur­notað sleifar í hina ýmsu potta. Svo getur hann sparað sér þrifin seinna með því að vaska upp á milli verka. Ef kokk­ur­inn ber allan kostnað – og nýtur bata – verka sinna, þá reynir hann að fram­leiða eins lítið upp­vask og hann mögu­lega get­ur,“ skrifar hann og heldur áfram.

„En ef það er ekki sami ein­stak­lingur sem eldar og vaskar upp breyt­ist allt. Kokk­ur­inn getur nú eldað for­rétt í nokkrum pott­um, hver með sína sleif. Því næst getur hann ofn­bakað græn­meti, sem krefst nokk­urra skurð­bretta og bök­un­ar­skúffu. Hann getur svo gert fjöldan allan af til­raunum með sós­ur. Ef þær brenna aðeins á botni potts­ins þá getur hann bara sótt annan pott. Ekki eins og hann þurfi að vaska upp.“

„Á móti tekur Tjernóbil, í formi eld­húss“

Eiríkur segir að þessi hefð geti komið sér ansi illa fyrir maka kokksins eftir að borðhaldi lýkur.

„Eftir mat­inn getur kokk­ur­inn svo breitt úr sér á sóf­an­um. Maki hans, upp­vaskar­inn, fer inn í eld­hús og á móti tekur Tjernóbil, í formi eld­húss. Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma. Skrúbba brun­ann úr pott­in­um, hreinsa ofn­skúff­una, sem er ómögu­legt í venju­legum vaski og þrífa tómat­slettur úr loft­inu,“ skrifar hann og bætir við:

„Að þvo sósu­pott áður en sósan harðnar tekur hálfa mín­útu. En að þrífa pott­inn, þegar allt er orðið þurrt og hart eftir mat­inn, getur tekið allt að fimm mín­út­ur. Ef kokk­ur­inn hefði þurft að vaska upp sjálfur þá hefði hann gert það strax og sparað sam­fé­lag­inu 4,5 mín­út­ur. En svo lengi sem mak­inn vaskar upp þá heldur þessi sóun áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa