fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Matur

„Til að gera langa sögu mjög stutta: Forðist ketó-mataræðið“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 18:30

Jillian hefur sterkar skoðanir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Jillian Michaels, sem er hvað þekktust fyrir að vera þjálfari í raunveruleikaþættinum Biggest Loser um árabil, skefur ekkert af því þegar hún er spurð út í ketó-mataræðið svokallaða í nýju myndbandi á vef Women‘s Health.

„Ég skil þetta ekki. Af hverju ætti einhverjum að finnast þetta vera góð hugmynd?“ spyr Jillian, sem svarar í myndbandinu spurningum frá lesendum um hitt og þetta, þar á meðal um ketó-mataræðið sem felst í því að halda kolvetnum í lágmarki.

„Nei, vont plan. Út af milljón ástæðum,“ segir hún og bætir við að líkaminn þurfi á kolvetnum, fitu og próteini að halda. Ef eitt af þessum efnum dettur út þá sé fólk að svelta sig sem hafi slæm áhrif á heilsu og vellíðan.

„Til að gera langa sögu mjög stutta: Forðist ketó-mataræðið. Þetta er almenn skynsemi. Mataræði í góðu jafnvægi er lykillinn.“

Jillian segist sjálf borða mikið af kolvetnum en mælir með því að velja kolvetnin rétt.

„Ef þig langar í pasta þá skaltu fá þér heilkorna pasta, fá þér lífrænt ef það er hægt og bæta þessu inn í mataræði sem er í jafnvægi.“

Smellið hér til að horfa á myndbandið á vef Women‘s Health.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart

Snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart
Matur
Fyrir 2 vikum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“
Matur
Fyrir 2 vikum

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat
Matur
Fyrir 3 vikum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar