fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Þú ert í vondum málum ef deitið pantar steik og franskar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 18:00

Karlar á aldrinum 30 til 40 ára eru ekki vænlegur kostur að mati Jana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er sagt að greiðasta leiðin til hjartans liggi í gegnum magann. Ný rannsókn sýnir hins vegar fram á að maturinn sem fólk pantar á stefnumóti segi mikið um hvort því lítist á manneskjuna sem það er á stefnumóti með.

Rannsakendur frá Austur-Karolínu í Bandaríkjunum rannsökuðu hvað sex hundruð karlar og konur borðuðu í mismunandi aðstæðum. Niðurstöðurnar sýna að bæði kyn panta hitaeiningasnauðari mat á stefnumótum ef þeim líst á einstaklinginn sem þau eru á stefnumóti með. Gerir fólk þetta til að heilla frekar tilvonandi elskhuga. Sagt er frá þessu á vef Daily Mail.

Ef manneskja pantar djúsí borgara og franskar á stefnumóti líst henni ekki nógu vel á þig.

Ef einstaklingurinn sem situr á móti þér á stefnumóti er aðlaðandi að þínum mati lækkar hitaeiningafjöldi í máltíðinni þinni um allt að tuttugu prósent, samkvæmt rannsókninni.

„Það er hægt að segja að fólk fylgi möntrunni „þú ert það sem þú borðar“, borði fæðu með lítið af kaloríum til að sýnast heilsusamlegra og meira aðlaðandi í augum félagans við matarborðið,“ skrifa rannsakendur í grein í Appetite.

„Ef fólk pantar máltíð með mikið af kaloríum gæti það skilist eins og því sé sama um heilsuna.“

Af þessu má leiða að ef manneskja á stefnumóti pantar sér steik og franskar líst henni ekkert á stefnumótafélagann. Ef hún pantar hins vegar salat eru líkurnar góðar fyrir áframhaldandi samband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa