fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Fullkomin leið til að elda kalkún: Og svona áttu að skera hann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það veldur mörgum kvíða að elda kalkún, en hér fyrir neðan er skotheld og einföld uppskrift sem eiginlega getur ekki klikkað.

Sjá einnig: Langbesta kalkúna fyllingin og einföld er hún.

Heilsteiktur kalkúnn

Hráefni:

1 6-7 kílóa kalkúnn án innyfla
salt og pipar
1 laukur, skorinn í báta
1 búnt timjan
1 handfylli rósmarín
1 handfylli salvía
1 hvítlaukshaus, skorinn í helminga
1/2 bolli brætt smjör
2 bollar kjúklingasoð

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C. Kryddið hol kalkúnsins vel með salti og pipar. Troðið síðan lauk, timjan, rósmarín, salvíu og hvítlauk í holið. Athugið – þessi fylling er eingöngu til eldunar, ekki til áts. Penslið allan kalkúninn vel með smjöri og kryddið hann vel með salti og pipar. Setjið kalkúninn í steikarpott og hellið kjúklingasoði í pottinn. Lokið pottinum og setjið í ofninn í 30 mínútur og lækkið síðan hitann í 170°C. Hellið safanum úr pottinum yfir kalkúninn á hálftíma til 40 mínútna fresti og steikið í 3 til 4 klukkutíma. Takið kalkúninn úr ofninum og leyfið honum að hvíla, allt frá hálftíma og upp í tvo tíma áður en hann er skorinn.

Hér er svo myndband sem sýnir skref fyrir skref hvernig á að skera kalkún:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa