fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Matur

Segir „brostið hjarta“ hafa dregið kokkinn til dauða: „Það sem hann gerði var mikið áfall“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 21:00

Anthony og Daniel á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsþekkti, franski kokkurinn Daniel Boulud opnar sig um andlát vinar síns, kokksins Anthony Bourdain, í samtali við tímaritið Us Weekly. Anthony framdi sjálfsvíg þann 8. júní síðastliðinn, í miðjum tökum fyrir sjónvarpsþátt sinn Parts Unknown.

„Hjarta hans var brostið held ég,“ segir Daniel í samtali við Us Weekly, án þess að útskýra það mikið nánar.

„Ég veit það ekki nákvæmlega en ég veit það. Ég veit að það sem hann gerði var mikið áfall fyrir okkur öll, tvímælalaust.“

Daniel hefur tekið þann pól í hæðina að minnast vinar síns á fallegan hátt, en vinátta þeirra spannaði mörg ár.

„Ég á svo margar minningar af Anthony, sem vinur, sem maður sem ég gat tengst og látið fólk dreyma um mat. Mín besta minning er auðvitað þegar hann fór með mér til Lyon og við gerðum þátt um Lyon,“ segir Daniel, sem ólst upp á sveitabæ rétt fyrir utan frönsku borgina Lyon. Vísar Daniel í þátt úr seríunni Parts Unknown frá árinu 2014 þar sem þeir Anthony hittu matargúrúinn Paul Bocuse, sem var eins konar lærimeistari Daniels.

„Hann fór með mig í skólann sem ég fór í þegar ég var barn og við settumst með átta ára gömlum börnum í kaffiteríunni og spjölluðum um mat við þau og borðuðum hádegismat,“ segir Daniel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu

Slökkviliðsmaður sem lést eftir 11. september skildi eftir sig stórkostlega uppfinningu
Matur
Fyrir 1 viku

Bragðaði á kolkrabba sem var enn á lífi – Viðbrögð hennar eru stórkostleg

Bragðaði á kolkrabba sem var enn á lífi – Viðbrögð hennar eru stórkostleg
Matur
Fyrir 1 viku

Fimm ástæður fyrir því að sjávarsalt ætti að vera til á hverju heimili – Ekki bara gott í matseld

Fimm ástæður fyrir því að sjávarsalt ætti að vera til á hverju heimili – Ekki bara gott í matseld
Matur
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu að nota viðarsleifina miklu, miklu meira – Þessi mistök ber að varast

Þess vegna áttu að nota viðarsleifina miklu, miklu meira – Þessi mistök ber að varast