fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

„Ef þú borðar bara sykur, þú munt grennast af því“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 14:00

Teitur Guðmundsson, læknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn Teitur Guðmundsson var gestur útvarpsþáttarins Bítisins á Bylgjunni í vikunni og ræddi um hið svokallaða ketó mataræði sem hefur tröllriðið landanum síðustu mánuði.

Ketó felst í því að borða lítið af kolvetni, undir 50 grömmum á dag, en einhverjir velja að vera á mjög lágkolvetna mataræði þar sem mælt er með því að borðuð séu minna en 20 grömm af kolvetnum á dag.

Teitur segir ketó mataræðið ekki vera nýtt af nálinni og nefnir dæmi að á fyrri hluta síðustu aldar hafi þetta mataræðið verið notað til að eiga við flogaveiki. Sýndi það sig að mataræðið dró úr tíðni floga um allt að helming. Þá útskýrir hann hvað gerist í líkamanum þegar kolvetnaneysla er minnkuð. Þá breytist það hvernig líkaminn vinnur orku og skiptir út orkuefninu glúkósa, sem kemur hratt úr kolvetnaneyslu, yfir í svokallaða ketóna, eða ketone bodies.

„Ef að við erum að breyta þessari nálgun og hætta að nota eins mikið af kolvetnum þá færist orkuþörf líkamans og -notkun yfir í annars konar efni, sem eru þá fitur eða fitusýrur, eða í þessu tilviki ketónar eða ketone bodies, sem eru þá að koma í staðinn fyrir glúkósa,“ segir Teitur.

Hann segir þetta ferli vel þekkt þegar fólk fastar eða er undir miklu álagi og gleymir að borða. Þá tekur líkaminn við og passar að við verðum ekki þreklaus strax.

Slappleikinn gengur yfir

Teitur segir að ketó mataræðið geti gagnast þeim sem glíma við ýmsa sjúkdóma, ekki aðeins flogaveiki heldur einnig sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Hann segir þá sem fara eftir ketó mataræðinu léttast mikið en að í upphafi geti fólk fundið fyrir óþægindum, svo sem þreytu, slappleika, hægðatregðu og andremmu.

„Svo gengur það nú yfirleitt yfir,“ segir Teitur. Hann segir þá sem hrausta eru geta vel borðað eftir ketó mataræðinu en mælir ekki með því fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma, svo sem sykursýki 1, lifrasjúkdóma og áfengisvanda.

„Þá getur þetta verið hættulegt.“

„Ég held að það sé erfitt að viðhalda þessu ástandi mjög lengi“

Teitur segir að ketó sé ekki ólíkt öðrum matarkúrum sem hafa dramatísk áhrif til að byrja með, en efast um að fólk geti viðhaldið mataræðinu til lengri tíma litið.

„Mín skoðun er sú, og það eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu, menn eru enn að rífast um hversu „beneficial“ þetta er. Ég held að það sé erfitt að viðhalda þessu ástandi mjög lengi.“

Þá segir Teitur að allar öfgar í mataræði hafi þær afleiðingar að fólk grennist.

„Við getum snúið þessu alveg á hvolf. Þetta er sprengja í þessu. Þú grennist alltaf í einhverjum „extreme“ sitjúasjónum. Ef þú borðar bara sykur, við skulum snúa þessu alveg á hvolf, þú borðar bara sykur, þú munt grennast af því. En þú þolir ekki það eingöngu. Ef þú borðar bara fitu eða bara prótein. Allt saman nákvæmlega það sama. Ef samsetning verður mjög bjöguð frá því sem kannski talið er eðlilegt, menn rífast um það líka, þá muntu grennast.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa