fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Matur

Nýtt Twix setur internetið á hliðina: „Glæææætan“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 22:00

Súkkulaði karamella og kaka húðuð með súkkulaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt Twix kemur á markað vestan hafs í desember næstkomandi, en súkkulaðistykkið heitir Twix Triple Chocolate og mun, eins og nafnið gefur til kynna, innihalda þrefalt magn af súkkulaði. Karamellan verður að sjálfsögðu á sínum stað en með súkkulaðibragði, en kexbotninn verður súkkulaðikaka. Þá verður þetta allt saman húðað með súkkulaði eins og venja er með Twix.

Þá verður einnig settur á markað ís í anda nýja súkkulaðisins í janúar eða febrúar á næsta ári.

Nýja súkkulaðistykkið var opinberað á Instagram-síðu Twix seint í gær og má með sanni segja að færslan hafi sett heim súkkulaðiunnenda á hliðina.

„Þetta verður það besta síðan internetið var fundið upp,“ skrifar einn og annar bætir við: „Glæææætan! Ég þarf þetta! Hvað getur verið betra en þetta?“

Margir eru á því að þeir geti ekki beðið fram í desember eftir þessu góðgæti.

„Get. Ekki. Beðið,“ skrifar einn grammari. „Ég held að mig sé að dreyma. Klípið mig,“ skrifar annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi
Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur
Matur
Fyrir 2 vikum

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“
Matur
Fyrir 2 vikum

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“