fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Matur

Hættu að borða skyndinúðlur strax í dag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 21:45

Minoru Tanaka hvarf sporlaust 1978.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust margir sem hafa komið heim eftir langan dag í leik og starfi og ekki haft kraft til að elda meira en hræódýrar skyndinúðlur sem bragð er af.
Pistlahöfundur matarvefsins Delish vill sporna við þessum matarvenjum og týnir til nokkrar ástæður af hverju skyndinúðlur eru óhollar og af hverju þú ættir að hætta að borða þær strax í dag.

Alltof mikið natríum

Pistlahöfundur segir að natríummagn í skyndinúðlum sé vissulega mismunandi eftir tegundum, en ítrekar að magnið sé alltof hátt í öllum tegundum. Þá tekur hann fram að sú mettaða fita sem sé í hverjum núðlupakka sé ekki holl neinum.

Núðlurnar fara illa með innyflin

Vísindamenn hafa rannsakað hvaða áhrif núðlur hafa á líkamann og það er ekki fögur sjón. Núðlurnar sjálfar innihalda nefnilega rotvarnarefnið tertiary-butyl hydroquinone sem hefur slæm áhrif á heilsuna.

Hvar eru næringarefnin?

Það er ekkert sérstaklega algengt að fólk fái sér grænmeti eða ávöxt með núðlunum sínum og því eru skyndinúðlur afskaplega næringarlítill matur. Þær gera bókstaflega ekkert fyrir þig.

Núðlur eru ekki góðar fyrir þig. Punktur.

Rannsókn sem framkvæmd var í Baylor-háskólanum í Texas í Bandaríkjunum árið 2014 staðfesti það sem kemur fram hér að ofan en sýndi einnig fram á tengsl á milli neyslu skyndinúðla og hjartasjúkdóma í Kóreu. Matarvenjur fólks í Suður-Kóreu á aldrinum 19 til 64 voru skoðaðar, en þeir sem borðuðu skyndinúðlur tvisvar eða oftar í viku voru í meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa