fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021

Samfélagsstoðirnar hrikta

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hrikti í stoðum íslensks samfélags í hruninu 2008. Til allrar hamingju lánaðist stjórnvöldum þess tíma að standa vörð um mikilvægustu undirstöður á borð við velferðarkerfið og verja þær falli. Í þeirri varnarbaráttu náðist að leggja grunn að endurreisn efnahagslífsins með þeim árangri að nú er góðæri framundan. Þó skýtur skökku við að nú, átta árum síðar, skuli enn hrikta í samfélagsstoðum okkar. Því miður virðist sem ástæðan sé meinsemd ekki alls óskyld þeirri sem plagaði íslenskt samfélag í aðdraganda hrunsins: Slakt stjórnarfar og skeytingarleysi um mikilvæg samfélagsleg grunngildi.

Aukið álag

Eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórnar var að fjármagna metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem hrinda átti í framkvæmd á þessu kjörtímabili. Með veiðileyfagjöldum, arðgreiðslum af sölu banka og sanngjörnum breytingum á skattkerfinu var gerð áætlun um 40 milljarða viðbótar tekjustreymi í ríkissjóð til að hrinda í framkvæmd innviðafjárfestingu, nýsköpunarverkefnum og rannsóknum fyrir allt að 80 milljarða á fáum árum.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs lét verða sitt fyrsta verk að afnema þessa fjárfestingaáætlun skömmu eftir síðustu kosningar. Síðan sú ákvörðun var tekin hefur straumur ferðamanna enn aukist og valdið auknu álagi á ýmsa innviði samfélagsins, meðal annars samgöngumannvirki og heilbrigðiskerfi. Náttúran á víða undir högg að sækja vegna mikils ágangs. Vegakerfið liggur undir skemmdum af sömu sökum. Heilbrigðiskerfið er í hættu – stofnanir þess glíma við mygluskemmdir og lélegt viðhald. Með öðrum orðum: Innviðir samfélags okkar eru komnir að þolmörkum og sumir eru við það að bresta.

Frá 2008 hefur opinber fjárfesting dregist saman um 47%. Uppbygging atvinnuvega á borð við ferðaþjónustu er í uppnámi. Öryggi borgaranna er ógnað á viðhaldslausum vegum við fjársvelta löggæslu og þjónusta við almenning er skert. Í þingumræðum fyrr í vikunni gekkst fjármálaráðherra við hluta vandans, en taldi þó ekki svigrúm nú í góðærinu til þess að bæta úr. Tja, nema þá helst með því að „draga saman seglin í opinberum rekstri“ eins og hann orðaði það.
Það er umhugsunarefni að ríkistjórnin skuli beina sjónum að frekari niðurskurði í opinberum rekstri þegar allir vita að ekki verður lengra gengið í þeim efnum – þvert á móti er innspýting nauðsynleg. Velferðarkerfið hefur nú þegar verið höggvið inn að beini og velflestar opinberar stofnanir berjast í bökkum. Niðurskurðaráherslan er ekki síst umhugsunarefni vegna þess að á sama tíma bíða vannýttir tekjustofnar, eins og margoft hefur verið bent á. Sannleikurinn er nefnilega sá, að ríkisstjórnin hefur sjálf svigrúmið í hendi sér, ef hún bara vill nota það. En það vill hún ekki. Þess í stað hafa stjórnarherrarnir tekið úr sambandi full fjármagnaða fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar upp á 80 milljarða og tekjuleiðirnar sem henni fylgdu.

Einkavinavæðing

Á sama tima horfum við upp á „gömlu góðu“ einkavinavæðinguna, eins og sölu Borgunar til útvalinna aðila bak við tjöldin. Virðisaukinn af þeirri sölu sem lent hefur í vasa hinna útvöldu til dagsins í dag nemur 10–15 milljörðum króna. Þeir peningar hefðu betur farið í ríkissjóð og þaðan til viðgerða á ónýtu húsnæði í eigu hins opinbera, eða til uppbyggingar á löskuðu vegakerfi, svo dæmi sé tekið.
Blóðugt er líka að sjá á eftir milljarða tekjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að lækka veiðileyfagjöld – og afþakka þar með eðlilega auðlindarentu af nýtingu þjóðarauðlindar – á sama tíma og útgerðin eykur eignamyndun sína um 80 milljarða. Enn bólar ekkert á gjaldtöku ferðaþjónustunnar sem fénýtir þó íslenskar náttúruperlur með sívaxandi ágangi.

Þannig að þegar fjármálaráðherra talar um takmarkað svigrúm og niðurskurð í ríkisrekstri – þá talar hann gegn betri vitund. Hann veit full vel að svigrúmið er til staðar sé viljinn til staðar. Það veit fólkið í landinu líka. Þess vegna hafa nærri 80 þúsund Íslendingar undirritað áskorun til yfirvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þeir vita sem er að peningar eru ekki vandamálið. Vandinn liggur í hugarfarinu.
Þess vegna hriktir í stoðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

PLAY bætir við nýjum áfangastað

PLAY bætir við nýjum áfangastað
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glúmur lætur Gumma Ben heyra það – „Myndi hann segja Hitle í stað Hitler?“

Glúmur lætur Gumma Ben heyra það – „Myndi hann segja Hitle í stað Hitler?“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum

Ljótasti skilnaður New York – Segir 10 milljónir á mánuði ekki nóg til að viðhalda lífsstílnum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Danny Rose mættur til Watford

Danny Rose mættur til Watford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Pavard rotaðist í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pogba hermdi eftir Ronaldo á blaðamannafundi

Pogba hermdi eftir Ronaldo á blaðamannafundi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hryllingssögur úr sumarfríinu – „Börnin þín geta lært hvernig þau búa til fjölskyldu.“

Hryllingssögur úr sumarfríinu – „Börnin þín geta lært hvernig þau búa til fjölskyldu.“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér

Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér