fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. september 2025 20:30

Skemmtiferðaskipið Rhapsody of the Seas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegi um borð í Rhapsody of the Seas, einu af skipum Royal Caribbean-veldisins, kastaði sér fyrir borð í tilraun til að sleppa við að greiða rúmlega 16 þúsund dala, um tveggja milljón króna, spilaskuld sem hann safnaði upp í ferðinni.

Samkvæmt kæru sem CBS News greindi frá hafði Jey Gonzalez-Diaz spilað fjárhættuspil grimmt í spilavíti skipsins á meðan vikulangri ferð stóð.  Fékk hann meðal annars lán upp á áðurnefnda upphæð í spilavítinu. Þegar skemmtiferðarskipið ógnarstóra lagðist að bryggju í San Juan í Púertó Ríkó um síðastliðna helgi stökk hann í sjóinn.

Örvæntingarfullur flóttinn tókst þó ekki. Gonzalez-Diaz var skömmu síðar handtekinn af toll- og landamæravörðum nálægt þinghúsinu í San Juan með tvo farsímar, fimm skilríki og það sem nokkra athygli vakti, 14.600 dali í reiðufé, sem hefði farið langt með að greiða upp skuldina við spilavítið.

Hann á nú yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi eða 250 þúsund dala sekt fyrir að reyna að komast hjá því að skrá upphæðina við komuna til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna