fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Allar líkur á ákæru um mánaðamótin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. maí 2025 17:30

Frá Gufuneshverfi. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reikna má fastlega með því að  þremur eða fleiri mönnum verði birt ákæra vegna meintrar hlutdeildar þeirra í dauða Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára gamals manns frá Þorlákshöfn, sem fannst þungt haldinn í Gufunesi þann 11. mars og lést sama dag af völdum misþyrminga sem hann hafði orðið fyrir.

Þrír menn hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarna mánuði vegna rannsóknar málsins en framan af rannsókn voru margir handteknir og yfirheyrðir, þar á meðal tvær konur. Talið er fullvíst að mennirnir þrír verði ákærðir en líklegt er að fleiri verði ákærð fyrir hlutdeild í glæpnum.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er rannsókn málsins á lokametrunum. DV spurði hann hvort málið væri farið frá lögreglu til embættis héraðssaksóknara. „Það er ekki farið frá okkur en það er svona alveg við það að verða það,“ segir Sveinn.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er óheimilt að halda mönnum lengur en 12 vikur í gæsluvarðhaldi án þess að gefa út ákæru. Þau tímamörk varðandi gæsluvarðhald mannanna þriggja nálgast nú óðfluga. Að sögn Sveins eru lögregla og héraðssaksóknari mjög meðvituð um þessi tímamörk:

„Það styttist í það, það styttist í 12 vikurnar, við erum komin í gott samstarf við héraðssaksóknara, raunar er það samstarf alltaf gott, en hann er búinn að fá málið til að fara yfir það, það vantar bara smá gögn til að við getum skilað því frá okkur.“

Af þessu má ráða að búast má við því að ákæra verði gefin út í málinu innan örfárra vikna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda