fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Svona gæti atburðarásin orðið ef kjarnorkustyrjöld brýst út

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 19. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annie Jacobson, rithöfundur og verðlaunablaðakona, segir að það tæki aðeins 72 mínútur að binda enda á líf um fimm milljarða jarðarbúa ef kjarnorkustyrjöld brýst út. Annie er höfundur nýrrar bókar sem vakið hefur talsverða athygli, Nuclear War: A Scenario.

Annie, sem hefur verið tilnefnd til Pulitzer-verðlauna, var gestur í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO þar sem hún ræddi möguleikann á kjarnorkustríði í náinni framtíð. Daily Mail fjallaði um viðtalið við Annie og gefur hún býsna hrollvekjandi innsýn í það sem kann að gerast í framtíðinni.

Við erum að tala um nokkrar mínútur

Annie hófst handa við að skrifa bókina árið 2020 og kom hún út í mars síðastliðnum. Óhætt er að segja að margt hafi breyst á þeim tíma sem bókin var í vinnslu.

„Landfræðipólitíkin hefur breyst mikið og er komin á stað sem ég hef ekki séð á minni ævi,“ segir hún og er ómyrk í máli um þá stöðu sem er uppi.

Um svipað leyti og bókin kom út bárust fréttir af því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefði fært hluta af kjarnorkuvopnabúri hersins til Belarús í varúðarskyni. Hefur hann margoft hótað því að beita kjarnorkuvopnum ef tilvist Rússlands verður ógnað.

„Ef til kjarnorkustríðs kemur – og við erum að tala um notkun taktískra kjarnorkuvopna – þá mun það ekki hætta nema með heimsendi. Og við erum að tala um mínútur og sekúndur en ekki daga, vikur eða mánuði,“ segir hún.

Einn maður fer með völdin

Við vinnslu bókarinnar ræddi Annie meðal annars við hátt setta embættismenn, þar á meðal fyrrverandi ráðherra varnarmála og hátt setta einstaklinga í hernum. Öllum ber þeim saman um að hættan á kjarnorkustríði sé fyrir hendi og hún sé meiri en oft áður.

Hún bendir á að í Bandaríkjunum fari einn maður með völdin til að varpa kjarnorkusprengjum, Bandaríkjaforseti. „Hann þarf ekki að biðja neinn um leyfi,“ segir hún. Aðspurður hvers vegna þessi gríðarlegu völd séu á herðum eins manns nefnir hún viðbragðstímann.

Það tæki of langan tíma að leita samþykkis, til dæmis hjá þinginu, því eldflaugar sem bera kjarnaodd geta ferðast þúsundir kílómetra á nokkrum mínútum. Í slíkum aðstæðum sé nauðsynlegt að bregðast við strax og þess vegna sé valdið á herðum eins manns.

Segir fólk vanmeta hættuna

Annie segist hafa viljað skrifa bókina því hún telur að fólk almennt vanmeti hættuna af kjarnorkustyrjöld. Margir geri sér ekki einu sinni grein fyrir því hvaða afleiðingar slík styrjöld gæti haft.

„Ég vildi sýna, af mikilli nákvæmni, hversu hræðilegar afleiðingar kjarnorkustyrjöld getur haft,“ segir hún og bætir við að hún hafi rætt við marga sérfræðinga á þessu sviði til að geta teiknað upp raunsæja mynd af afleiðingunum.

Hún segir að það kvikni í nánast öllu í fimmtán kílómetra radíus frá þeim stað sem sprengjan fellur. Krafturinn sé svo mikill að byggingar hrynji eins og spilaborgir á einu augabragði. Geislun muni hafa víðtækar afleiðingar fyrir lífverur sem muni deyja á nokkrum mínútum, klukkustundum, dögum eða vikum. Segir Annie að hætta sé á að skálmöld brjótist þar sem lögum og reglum samfélagsins verður vikið til hliðar. Margir myndu hreinlega vilja deyja strax.

„Það er tilvitnun í Níkíta Khrústjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, sem sagði eitt sinn að í kjarnorkustríði myndu hinir lifandi öfunda hina dauðu,“ sagði hún. Hún segir að mannskepnan, sum samfélög að minnsta kosti, færu aftur til fornaldar þar sem lífsbaráttan yrði afar hörð og nauðsynjar af skornum skammti. „Fólk mun slást um það sem er til, fólk verður vannært, veikt, búið að missa allt og alla sem þeir þekktu. Hvernig mun fólki líða þá?“

Nefnir tvö tiltölulega örugg lönd

Annie segir að sum lönd hagi sér með mjög óábyrgum hætti og nefnir hún Norður-Kóreu í því samhengi. Mjög reglulega berast fréttir af æfingum þeirra með langdrægar eldflaugar sem þeir skjóta jafnvel yfir nágrannalönd sín og í átt að öðrum löndum, Japan sem dæmi. Norður-Kóreumenn hafa ekki farið leynt með tilraunir sínar við þróun kjarnavopna en gallinn er sá að þeir láta engan vita af þessum æfingaskotum sínum. Bendir hún á að aðrar þjóðir láti hver aðra vita til að koma í veg fyrir allan mögulegan og ómögulegan misskilning.

Ef kjarnorkustyrjöld brýst út eru nokkrir staðir á jarðarkringlunni öruggari en aðrir, þó vissulega skipti máli hvar slík styrjöld byrjar. Anie nefnir Ástralíu eða Nýja-Sjáland í þessu samhengi þar sem þessi tvö lönd eru tiltölulega sjálfbær þegar kemur til dæmis að matvælaöryggi. Þá séu þau nokkuð fjarri þeim ríkjum sem búa yfir kjarnavopnum.

„Í kjarnorkustyrjöld yrði uppskerubrestur  og þegar það gerist þá deyr fólk,“ segir hún og bætir við að geislun myndi skemma ósonlagið og fólk þyrfti að hafast við neðanjarðar þar sem barist verður um mat og aðrar nauðsynjar. Þetta myndi gerast sennilega út um allan heim, nema í Ástralíu og Nýja-Sjálandi helst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“