fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Lára Björk komin heim til Íslands – „Þykir okkur mjög mikilvægt að vera öðrum víti til varnaðar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 12:00

Mæðgurnar Lára Björk og Nadia Rós Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Björk Sigrúnardóttir, sem dvaldi á sjúkrahúsi í Búlgaríu með nýrnabilun og átti á hættu að tapa útlimum þar sem drep færist um líkamann, er komin heim til Íslands og dvelur nú á Landspítalanum.

Lára Björk kom til landsins fimmtudaginn 29. febrúar og var lögð beint inn á Landspítalann. Að sögn dóttur hennar Nadiu Rós Sheriff er Lára Björk mjög hamingjusöm að vera komin heim. 

DV greindi fyrstur stóru miðlana frá máli Láru Bjarkar sem hélt til Búlgaríu í tíu daga frí  ferðalag, eftir nokkra daga fann hún fyrir doða í höndum, hjartsláttartruflunum og öndunarerfiðleikum. er lögð inn á spítala, St. Marina hospitala í borginni Varna, og gerðar rannsóknir. Var hún er lögð inn á spítala, St. Marina hospitala í borginni Varna, og gerðar rannsóknir.

Sjá einnig: Lára Björk liggur sárkvalin með nýrnabilun á búlgörsku sjúkrahúsi og fjölskyldan fær enga aðstoð – „Í mjög alvarlegu ástandi þar sem það er drep á fingrum og tám“

Börn hennar, Nadia Rós og Arnar, héldu út til móður sinnar og þar sagði læknir þeim að „mamma sé með sepsis sem kemur upprunalega frá þvagsýkingu og hafi leitt til nýrna- og lifrarbilunar, að hún sé ekki lengur í lífshættu en er í mjög alvarlegu ástandi þar sem það er drep á fingrum og tær og það þurfi að taka þær af.“

 

Sú staðreynd að það var helgi þegar systkinin komu út, tungumálaerfiðleikar og lítil aðstoð gerðu það að verkum að staðan var alls ekki góð. Mánudaginn 19. Febrúar fór hins vegar að rætast úr þegar einstaklingur bauð fram aðstoð sem túlkur.

Sjá einnig: Ókunnugur einstaklingur bauð fram aðstoð sína – Læknar lesa læknaskýrslur til að meta hvort Lára Björk sé í nógu stöðugu ástandi til að fljúga heim með sjúkraflugi

Þakklát fyrir aðstoð og samhug

Í yfirlýsingu sem Nadia Rós sendi DV í dag segir hún að móðir hennar sé „öllum virkilega þakklát fyrir alla þá aðstoð og samhug sem fólk hefur sýnt henni. Við erum tryggingarfélaginu Verði og SOS International ævinlega þakklát, án þeirra hefðum við ekki náð að koma Láru heim. Báðir aðilar virkilega hjálpsamir og gerðu allt sitt besta og meira en það að koma Láru heim,“ segir Nadia Rós.

„Þá vitum við vel að allir aðilar gerðu sitt allra besta til að hjálpa og meira en það. Því miður nær valdsvið Borgaraþjónustunar ákveðið langt. Utanríkisráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið þurfa klárlega að vinna betur saman þegar kemur að því ef íslenskir ríkisborgarar lenda inn á sjúkrahúsi erlendis. Vissulega eru valdsvið íslenska ríkisins takmarkað í öðrum ríkjum.“
Nadia Rós segir spítalann að lokum hafa orðið mun samvinnuþýðari en í upphafi. 

„Lára er virkilega þakklát þeim aðilum sem hjálpuðu okkur að koma henni heim. Um leið og spítalinn í Varna fengu upplýsingar um heimsókn Sendiherra Íslands í Varsjá, þá fóru þeir að vera mun samvinnþýðari bæði við okkur fjölskylduna sem og SOS international. Við erum þeim virkilega þakklát, án þeirra væri Lára ekki komin heim.“

Hvetja fólk til vera vel tryggt

Í ferlinu sem Lára og fjölskyldan höfum verið að ganga í gegnum síðustu 19 daga höfum við lært ótrúlega mikið.  

Meðal annars þykir okkur mjög mikilvægt að vera öðrum víti til varnaðar og upplýsa ykkur að EU sjúkrakortið ekki nægileg ferðatrygging ef þið veikist eða slasist illa á ferðalögum erlendis. Ef þú lesandi kæri ert á faraldsfæti mælum við eindregið með að kynna þér ferðatryggingar og skilmála þeirra. Hvort sem það er í gegnum kreditkortið þitt eða tryggingarfélagið þitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“