Þrír menn voru handtekin í Miðborginni og Hlíðahverfi í gærkvöldi. Þeir eru grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna. Allir voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málanna.
Skömmu eftir miðnætti slasaðist erlendur ferðamaður á hné þegar hann datt af rafhlaupahjóli. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.
Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.