fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Öskur og læti í íbúð í Kópavogi – Ölvaður datt af rafskútu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 05:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni var tilkynnt um öskur og læti í íbúð í Kópavogi í gærkvöldi. Lögreglumenn fóru á vettvang og kom þá í ljós að þarna var maður að spila tölvuleik. Hann lofaði að róa sig niður.

Í Vesturbænum var tilkynnt um unglinga sem væru að fikta með eld á skólalóð. Í ljós kom að þarna voru skátar að leik. Búið var að slökkva eldinn.

Í Miðborginni datt ölvaður maður af rafskútu og hlaut áverka á andlit. Hann var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og töku blóðsýnis þar sem hann er grunaður um ölvun við akstur.

Í Mosfellsbæ varð reiðhjólamaður fyrir því óláni að hjóla á ljósastaur. Hann datt fram fyrir sig og hlaut minniháttar áverka við það.

Í Kópavogi var tilkynnt um umferðarslys og að tjónvaldur væri sofandi undir stýri. Hann reyndist ölvaður og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á Kjalarnesi var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn, til viðbótar, voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“