Í Vesturbænum var tilkynnt um unglinga sem væru að fikta með eld á skólalóð. Í ljós kom að þarna voru skátar að leik. Búið var að slökkva eldinn.
Í Miðborginni datt ölvaður maður af rafskútu og hlaut áverka á andlit. Hann var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og töku blóðsýnis þar sem hann er grunaður um ölvun við akstur.
Í Mosfellsbæ varð reiðhjólamaður fyrir því óláni að hjóla á ljósastaur. Hann datt fram fyrir sig og hlaut minniháttar áverka við það.
Í Kópavogi var tilkynnt um umferðarslys og að tjónvaldur væri sofandi undir stýri. Hann reyndist ölvaður og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Á Kjalarnesi var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Tveir ökumenn, til viðbótar, voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.