fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kaupendur að einbýlishúsi neituðu að borga lokagreiðsluna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. október 2022 18:25

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. október var kveðinn upp dómur í máli gegn kaupendum fasteignar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Kaupendur að einbýlishúsi höfðu neitað að reiða af hendi lokagreiðslu við afsal eignarinnar, upp á rúmlega 2,1 milljón króna. Seljendurnir stefndu kaupendunum fyrir dóm og kröfðust þess að frá greiðsluna.

Kaupendurnir staðhæfðu að leyndir gallar hefðu komið fram á eigninni sem þeim hafði ekki verið skýrt frá. Var þar m.a. stuðst við skoðun og mat fagmanna. Þannig leiddi skýrsla rafvirkja í ljós að skipta þyrfti um allt rafmagn í húseigninni. Húsasmiður taldi að gera þyrfti verulegar úrbætur á eigninni vegna rakaskemmda.

Kaupendurnir sögðu seljendur hafa vanrækt að greina frá þessum göllum. Heildarkostnaður við endurbætur væru rúmlega 4,5 milljónir króna. Kusu kaupendurnir því að halda eftir afsalsgreiðslunni og áskildu sér rétt til að gera frekari kröfur á hendur seljendum hússins.

Seljendur hússins höfnuðu þessum málatilbúnaði með öllu, sögðu eignina hafa verið vandlega skoðaða fyrir kaup og gerð hefði verið grein fyrir öllum göllum. Auk þess drógu seljendurnir í efa þær matsgerðir sem kaupendurnir tefldu fram.

Það var niðurstaða dómsins að seljendur hefðu ekki fyllilega sinnt upplýsingaskyldu sinni og eru þeir því látnir bera tjónið að hluta. Voru kaupendurnir dæmdir til að endurgreiða seljendunum 1,4 milljónir króna en ekki 2,1 milljón sem farið var fram á. Hins vegar þurfa kaupendur fasteignarinnar að greiða seljendunum 1.750.000 kr. í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp