fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FréttirPressan

„Bleika kókaínið“ komið til Evrópu

Pressan
Föstudaginn 15. júlí 2022 18:31

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiturlyf sem kallað hefur verið „bleikt kókaín“ og hefur verið vinsælt í Suður-Ameríku er nú farið að finnast í auknum mæli í Evrópu, sérstaklega á Spáni.

Þrátt fyrir nafnið inniheldur efnið sjaldnast nokkuð kókaín heldur er um að ræða verksmiðjuframleitt lyf sem líkist frekar MDMA og framkallar allt frá eins konar alsælutilfinningu til mikilla ofskynjana. Oft inniheldur það líka ketamín, koffein og jafnvel fentanýl. Bleiki liturinn kemur síðan einfaldlega frá matarlit.

Bleika kókaínið er þekkt undir fleiri nöfnum, svo sem 2C-B, Tusi eða Tusibi.

Efnið hefur fest sig í sessi á teknóklúbbum og tónlistarhátíðum í Suður-Ameríku en nýjustu fréttir herma að efnið sé komið til Evrópu og sé til að mynda vinsælt á Ibiza.

Mest af efninu er framleitt í Kólumbíu, Argentínu og Úrúgvæ.

Bleiki liturinn er hluti af markaðssetningu efnisins sem er mun dýrara en kókaín. Efnið er ýmist í duftformi, töflum eða hylkjum.

Smellið hér að neðan til að horfa á myndband um efnið sem er unnið af rannsóknarblaðamanni VICE.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“