fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ríkiseinokunarfyrirtækið ÁTVR berst fyrir lífi sínu fyrir dómstólum – Andlitslausi ríkisforstjórinn áfrýjar dómi þvert á vilja ráðherra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. mars 2022 17:00

Vínkaupmaðurinn Ívar J. Arndal er forstjóri ÁTVR. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÁTVR hefur áfrýjað frávísun héraðsdóms á máli ríkiseinokunarfyrirtækisins ÁTVR sem það höfðaði gegn fyrirtækjunum Sante og Bjórlandi. Úrskurðurinn féll í héraðsdómi í síðustu viku Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður og forstjóri Sante, sagði við Fréttablaðið þegar niðurstaðan lá fyrir að frávísunarúrskurður héraðsdóms staðfesti að „ÁTVR njóti ekki lögvarinna hagsmuna“ í málinu.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ÁTVR hafi mistekist að sýna fram á lagagrundvöll lögvarinna hagsmuna sinna. ÁTVR hafði haldið því fram að markmiðsákvæði laga um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og lýðheilsusjónarmið dugðu til, en dómstóllinn var því ósammála.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og æðsti yfirmaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hafði áður sagst ekki sjá flöt fyrir áfrýjun í málinu.  Lét Bjarni hafa eftir sér í samtali við Morgunblaðið í gær að loknum ríkisstjórnarfundi við Ráðherrabústaðinn að dómurinn væri „ágætlega rökstuddur“ að hans mati og að ekki væri tilefni til áfrýjunar.

Sjá nánar: Andlitslausi Ríkisforstjórinn vill dagsektir, bætur og lögbann á Bjórland

ÁTVR hafði krafist þess að lögbann yrði lagt á starfsemi fyrirtækjanna hér á landi og 50 þúsund króna dagsektir yrðu lagðar á fyrirtækin yrðu þau ekki við lögbanninu. Þá krafðist ÁTVR bóta vegna tjóns sem að það hefði orðið fyrir vegna smásölu áfengis í vefverslunum fyrirtækjanna tveggja sem og að fyrirtækin bættu ÁTVR upp tilfallinn málskostnað.

Raunkostnaður vegna málshöfðunarinnar er óljós, en þó sagði DV frá því í september í fyrra að ÁTVR hefði þá þegar kostað til sjö milljónum vegna málaferlanna. Gera má ráð fyrir að sú tala hafi hækkað umtalsvert síðan þá.

Ívar J. Arndal er forstjóri ÁTVR. Ívar sagði sjálfur í umsögn um frumvarp til laga sem Alþingi hefur nú til afgreiðslu sem myndi heimila innlenda vefverslun með áfengi, að rekstrargrundvöllur ÁTVR væri háður því að ríkiseinokunarfyrirtækið héldi einokunarstöðu sinni óbreyttri.

Ef marka má orð forsvarsmanna ÁTVR, má ætla að framtíð sjálfrar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sé nú undir Landsrétti komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga