fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Söfnuðu rúmum 6 milljónum króna fyrir Landsbjörg

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. janúar 2022 13:58

Myndatexti: Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir Olís söfnuðu rúmum sex milljónum króna fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg árið 2021.  Upphæðin safnaðist á sérstökum dæludögum Olís sem haldnir voru á árinu. Þá runnu 5 krónur af hverjum dældum eldsneytislítra til Landsbjargar auk þess sem viðskiptavinir Olís og ÓB fengu 20 krónur í afslátt af lítranum.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel viðskiptavinir okkar tóku í þetta átak og okkur er sönn ánægja að styrkja Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Landsbjörg stendur fyrir mikilvægu starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum um land allt.  Það er því ánægjulegt að geta gert viðskiptavinum Olís kleift að leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á Landsbjörg,“ segir Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís.

„Samstarfið við Olís undanfarin ár hefur verið afar farsælt og stuðningur viðskiptavina Olís er kærkominn þar sem starf Landsbjargar er fyrst og fremst unnið af sjálfboðaliðum. Við viljum þakka landsmönnum fyrir stuðninginn,“ segir Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Í gær

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“