fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Enn þá getur allt endað í tárum á EM – Gífurlega mikilvægur leikur á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. janúar 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir frábæra byrjun Íslands á EM í handbolta, sem fram er í Ungverjalandi og Slóvakíu, eru íslensku strákarnir ekki öruggir áfram í milliriðil.

Fjögur lið er í riðlinum og tvö efstu komast áfram. Liðin tvö taka með sér stig úr innbyrðisviðureignum og fara eftir atvikum með núll, eitt eða tvö stig í milliriðil.

Íslendingar hafa unnið báða leiki sína til þessa, gegn Portúgal og Hollandi. Hollendingar unnu Ungverja en töpuðu fyrir Íslandi. Ungverjar lögðu Portúgali.

Ef Ísland tapar lokaleiknum gegn Ungverjalandi með tveimur mörkum eða meira og Holland vinnur Portúgal þá verða það Holland og Ungverjaland sem fara áfram en Ísland situr eftir.

Flestar aðrar mögulegar sviðsmyndir fela í sér að Ísland fari áfram í milliriðil en besta leiðin til að tryggja sér sæti í milliriði og taka með sér þangað tvö stig er að leggja Ungverjaland að velli.

Leikurinn við Ungverja hefst kl. 17 á þriðjudag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis