fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Fréttir

Fimmta nauðgunarmál Jóhannesar verður opið

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. október 2021 10:36

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðganir í janúar. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í síðustu viku úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að þinghald í nauðgunarmáli héraðssaksóknara gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni verði opið. Var það brotaþoli í málinu sem krafðist þess að víkja skuli frá þeirri reglu að kynferðisbrotamál séu háð fyrir luktum dyrum.

Í gær staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms.

Þá greindi DV einnig frá því fyrir helgi að dómarinn í málinu er enginn annar en Ingi Tryggvason, fyrrum formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, en öll spjót beindust að honum í kjölfar talningahneykslis í kjördæminu í kjölfar kosninganna fyrir rúmum hálfum mánuði síðan.

Í byrjun þessa árs var Jóhannes dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir en fórnarlömb Jóhannesar voru öll viðskiptavinir hans á meðferðarstofunni Postura. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar og er nú til meðferðar þar. Þannig mun Jóhannes Tryggvi þurfa að svara fyrir brot sín, dæmd og meint, á tveimur dómstigum í einu.

Málin eru öll keimlík, en í máli fimmta fórnarlambsins, sem nú er rekið fyrir héraðsdómi er Jóhannesi gefið að sök að hafa misnotað það traust sem hún bar til hans starfa sinna vegna, en einnig nauðgun með því að hafa káfað á kynfærum konunnar, rassi og brjósti og sett fingur í leggöngum henni að óvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ölvaður ók á stólpa
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Veitingamaður sáttur við tilslakanirnar – „Ég er bara kátur“

Veitingamaður sáttur við tilslakanirnar – „Ég er bara kátur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lilja Pálma gerir upp kirkjuna sína – Orðin 150 ára gömul

Lilja Pálma gerir upp kirkjuna sína – Orðin 150 ára gömul
Fréttir
Í gær

Keyptu „notaðar“ nærbuxur og myndir af íslenskum grunnskólastelpum – „Þessir menn, það er eitthvað að þeim“

Keyptu „notaðar“ nærbuxur og myndir af íslenskum grunnskólastelpum – „Þessir menn, það er eitthvað að þeim“
Fréttir
Í gær

Íslensk rannsókn sýnir að sjúklingum á blóðþynningarlyfinu Xarelto er hættara við blæðingum í meltingarvegi

Íslensk rannsókn sýnir að sjúklingum á blóðþynningarlyfinu Xarelto er hættara við blæðingum í meltingarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ár liðin frá stærsta ráni Íslandssögunnar – „Upplifunin var skelfileg“

Tíu ár liðin frá stærsta ráni Íslandssögunnar – „Upplifunin var skelfileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt