fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fréttir

Í dag er örlagaríki dagurinn sem Kári Stefánsson spáði fyrir um í vor

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. október 2021 12:30

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á þessu ári var Kári Stefánsson gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar en þar kom hann með yfirlýsingu sem vakti mikla athygli. Yfirlýsingin varðaði það hvenær hann gerði ráð fyrir að búið væri að aflétta öllum takmörkunum.

„Þegar það verður búið að bólusetja 200 til 250 þúsund Íslendinga ættum við að geta vonast til þess að lífið verði komið í nokkurn veginn eðlilegt horf. Ég vonast til þess að 13. október verði búið að aflétta þessu öllu,“ sagði Kári í þættinum og í kjölfarið fóru fjölmargir Íslendingar að merkja 13. október inn í dagatalið sitt sem daginn sem allt verður eðlilegt á ný.

Gleðin varði ekki að eilífu

Íslendingar gleymdu dagsetningunni 13. október þó eins og skot þegar 26. júní bar að garði í sumar. Þá var öllum takmörkunum innanlands aflétt og fengu landsmenn keim af því hvernig var að lifa áður en kórónuveiran knáa gerði heiminum lífið leitt.

Gleðin varði þó ekki að eilífu því þegar Verzlunarmannahelgin nálgaðist fóru smitin að taka kipp á ný. Í kjölfarið var ákveðið að setja samkomubann á ný hér á landi til að sporna við því að öll og ömmur þeirra smitist á hátíðum um Verzlunarmannahelgina.

Héldu eflaust margir að samkomubannið myndi ekki endast lengi en enn þann dag í dag er það í gildi. Vonir Íslendinga um eðlilegt líf aukast þó með hverjum deginum, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaþjóðir okkar hafa að undanförnu aflétt takmörkunum á fullu. Í gær tilkynntu Danir svo að öllum takmörkunum á landamærunum, og öllum ferðaviðvörunum yrðu aflétt.

Góður dagur

Íslensk sóttvarnaryfirvöld, og þá sérstaklega Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hafa þó sagt að ekki sé tilefni til þess að fylgja frændum okkar og frænkum í Skandinavíu.

Í dag er ennþá samkomubann á Íslandi, almenn fjöldatakmörkun miðast við 500 manns, skemmtistaðir loka ennþá snemma og fólk þarf ennþá að setja upp grímur á hinum ýmsu viðburðum og í starfsemi sem krefst nándar.

Þessar takmarkanir gilda hið minnsta til 20. október næstkomandi og því er ljóst að dagsetningin 13. október verður ekki sérstaklega merkileg í kórónuveirufaraldssögu Íslands.

Það er þó gaman að hugsa til bjartsýninnar sem var gegnumgangandi hér á landi í vor og minnast orðanna sem Kári lét falla um daginn í dag. „Það er góður dagur og þá verður vonandi búið að aflétta öllum aðgerðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Heil dós af Thule léttöli fannst í maga þorsks – Sjáðu óhuggulegar myndir

Heil dós af Thule léttöli fannst í maga þorsks – Sjáðu óhuggulegar myndir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur
Fréttir
Í gær

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi
Fréttir
Í gær

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól