fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Hallmundur bætist í eigendahóp Deloitte Legal

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 15:22

Mynd/Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallmundur Albertsson, lögmaður, hefur nú bæst í eigendahóp Deloitte Legal sem er nýstofnuð alþjóðleg lögmannsstofa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hallmundur er með sérþekkingu á samkeppnisrétti og lögfræði sem tengist fjarskiptum og upplýsingatækni. Hann hafði áður verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 7 ár og þar áður var hann yfirlögfræðingur hjá Símanum.

Í tilkynningu segir:

„Á rúmlega 20 ára ferli sem lögmaður hefur Hallmundur byggt upp sérþekkingu sem er eftirsótt af fyrirtækjum og stofnunum. Þar ber helst að nefna samkeppnisrétt og ríkisstyrki, lögfræði sem tengist fjarskiptum, upplýsingatækni og nýsköpun, félagarétt og stjórnarhætti fyrirtækja auk þess að gæta hagsmuna viðskiptavina í ágreiningsmálum fyrir dómstólum og stjórnvöldum. „

„Við erum afskaplega ánægð að fá Hallmund til liðs við okkur,“ er haft eftir Haraldi I. Birgissyni, meðeiganda og framkvæmdastjóra Deloitte Legal á Íslandi í tilkynningu.

„Sem alþjóðleg lögmannsstofan á Íslandi undir merkjum Deloitte Legal er það okkar markmið að leiðbeina viðskiptavinum hérlendis og erlendis í gegnum lagaumhverfið með hliðsjón af stefnu og tilgangi hvers viðskiptavinar. Sérfræðiþekking og reynsla Hallmundar fellur vel að því enda málaflokkar á borð við samkeppnismál, fjarskiptamál og upplýsingatækni ofarlega á baugi margra öflugustu fyrirtækja landsins.“

Hallmundur hefur sótt menntun víða. Hann hefur lokið framhaldsnámi í samkeppnisrétti í King’s Collage í London, stundað nám í upplýsingatæknirétti við hinn virta Cambridge Háskóla á Englandi og auk þess sótt sérhæfð námskeið við gerð verksamninga (FIDIC) og innleiðingu samkeppnisréttaráætlana. Hann er einnig viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti fyrirtækja við Háskóla Íslands og hefur lokið námi í sáttamiðlun.

„Það er ekki oft sem tækifæri gefst á að starfa í alþjóðlegu umhverfi í lögmennsku á Íslandi en minn bakgrunnur sýnir ef til vill að slíkt starfsumhverfi höfðar til mín, ég stökk því á þetta tækifæri með Deloitte Legal.

Ég held að það séu mikil tækifæri fyrir okkur að bjóða íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að flétta saman sérfræðiþekkingu á lögfræði við aðra sérhæfingu sem Deloitte á heimsvísu býður, eftir því sem við á.

Við munum einbeita okkur að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á Íslandi en þess utan er Deloitte Legal með starfsstöðvar í 80 löndum og þar sem starfa yfir 2.000 lögfræðingar og lögmenn sem nýtist okkar viðskiptavinum. Það er áður óþekkt staða hjá íslenskum lögmannsstofum,“ segir Hallmundur í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“