fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tryggir öllu starfsfólki 80% launa í fæðingarorlofi – Vilja fjölga feðrum sem nýta rétt sinn

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 6. október 2021 12:50

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki ætlar að tryggja starfsfólki 80% launa í fæðingarorlofi í sex mánuði og jafna þannig hlut kynjanna. Hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði er 600 þúsund krónur á mánuði og mun bankinn greiða sérstakan viðbótarstyrk þegar við á.

Styrkurinn kemur til viðbótar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði og kjarasamningsbundnum styrkjum svo að laun í fæðingarorlofi komist sem næst 80% launa. Jafnframt hvetur bankinn starfsfólk til að nýta fæðingarorlofsrétt sinn að fullu.

Í frétt á vef Arion banka segir:

„Staðreyndin er sú að meðallaun karla, bæði í Arion banka og samfélaginu öllu, eru hærri en meðallaun kvenna og feður nýta að jafnaði síður fæðingarorlofsrétt sinn en mæður. Með því að tryggja starfsfólki 80% launa í fæðingarorlofi er foreldrum, óháð kyni eða annarri stöðu, auðveldað að nýta fæðingarorlofsrétt sinn. Þannig miðar aðgerðin m.a. að því að fjölga þeim feðrum sem nýta fæðingarorlofsrétt sinn og til lengri tíma litið getur hún verið liður í að jafna annars vegar meðallaun kynjanna og hins vegar hlut kynjanna í hópi stjórnenda og í ólíkum starfaflokkum, en konur eru í dag 44% stjórnenda bankans.“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir: „Þá hvetjum við starfsfólk til að nýta fæðingarorlofsrétt sinn, óháð kyni eða annarri stöðu. Við viljum auðvelda starfsfólki okkar að taka fæðingarorlof með því að tryggja öllum nýbökuðum foreldrum 80% af launum sínum á þessum dýrmæta og mikilvæga tíma í lífi þeirra og barna þeirra. Jafnframt viljum við með þessu gera Arion banka að enn eftirsóknarverðari vinnustað fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk.“

Bankastjóri Arion banka undirritaði á árinu 2020 viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina þar sem fram kemur að Arion banki ætli að vinna markvisst að því að jafna hlut kynjanna í efsta lagi stjórnunar. Í nýrri jafnréttis- og mannréttindastefnu og aðgerðaáætlun bankans er lögð aukin áhersla á að jafna kynjahlutföll innan bankans, ekki einungis á meðal stjórnenda heldur einnig innan starfaflokka, nefnda og starfseininga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis