fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Útlendingar á Íslandi leita að Aimee – Birti óhugnanlega færslu og síðan hefur ekki heyrst til hennar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 19:15

Myndir: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UPPFÆRT – Konan er nú fundin

Meðlimir Facebook-hópsins Foreigners in Iceland, eða útlendingar á Íslandi, leita nú að einum meðlimi hópsins, Aimee Hope Bothwell. Maðurinn sem vekur athygli á málinu innan hópsins segist ekki hafa heyrt í henni síðan á sunnudaginn og aðrir sem þekkja til hennar hafa sömu sögu að segja. Málið er að vekja mikla athygli, en lýst hefur verið eftir henni á mörgum fjölmennum-Facebook-hópum

„Við erum að leita að henni“

Wiktoria Joanna Ginter, einn stjórnandi hópsins Foreigners in Iceland, ræddi við DV um málið.  „Ég veit ekkert akkúrat núna en við erum að leita að henni,“ sagði Wiktoria í samtali við DV og óskaði eftir því að DV myndi vekja athygli á málinu og óska eftir upplýsingum sem gætu hjálpað við leitina. „Það er verið að leita að henni en enginn veit neitt um hana á þessum tímapunkti. Ef einhver hefur einhverjar upplýsingar þá má endilega vera í sambandi við mig eða lögreglu,“ segir Wiktoria en hægt er að koma upplýsingum um málið til hennar í gegnum þetta netfang: wjginter@gmail.com.

Wiktoria hefur tilkynnt málið til lögreglu og segist ræða við lögreglu frekar um málið í kvöld.

Wiktoria hvetur fólk sem veit eitthvað um ferðir Aimee til að hafa samband við lögreglu eða senda henni upplýsingarnar á netfangið sem sjá má hér fyrir ofan.

Þá ræddi DV við annan mann sem var að deila færslunni um Aimee utan hópsins en hann sagðist ekki þekkja til hennar persónulega. Konan hans, sem er meðlimur hópsins, hafi beðið hann um að deila færslunni áfram. Maðurinn sagði í samtali við blaðamann að meðlimir hópsins séu búnir að hafa samband við lögreglu vegna málsins.

„Hefur einhver séð eða heyrt í þessari manneskju síðustu daga?“ spyr maðurinn sem vekur athygli á því að Aimee finnst ekki. „Ég hef ekki náð sambandi við hana síðan síðastliðið sunnudagskvöld og hún hefur ekki verið virk á neinum samfélagsmiðlum síðan. Hún hefur birt nokkrar færslur í þessum hópi en hún flutti til Reykjavíkur í lok desember á síðasta ári. Allar upplýsingar eru mjög vel þegnar. Ég vil bara vita að hún sé örugg.“

„Í gærkvöldi elti gamall írskur maður mig“

Það að ekki hefur heyrst í Aimee vekur sérstaklega óhug hjá meðlimum hópsins þar sem síðasta færsla sem hún deildi í hópinn var óhugnanleg. „Í gærkvöld elti gamall írskur maður mig,“ segir Aimee í færslunni sem um ræðir. Hún segir að maðurinn hafi verið klæddur í snjógalla og að hann hafi elt hana frá barnum Dillon yfir á tvo aðra bari, Kaffibrennsluna og Vínstúkuna Tíu sopa.

„Hann kynnti sig sem James,“ segir Aimee. „Í fyrra skiptið hélt ég að þetta væri tilviljun en í seinna skiptið þá vöruðu tvær konur mig við sem voru á barnum með mér. Þær sögðu að hann hafi verið að horfa mikið inn um gluggana áður en hann kom inn, eins og að hann væri að reyna að finna mig. Ég hafði farið af Dillon til að komast frá honum og ég neitaði að tala við hann á Kaffibrennslunni og fór upp til að komast hjá honum. En hann sat niðri með dyrnar í sjónlínu svo hann sá þegar ég fór.“

Að lokum spyr Aimee hina meðlimi hópsins hvort hegðun mannsins sé eitthvað sem hún ætti að tilkynna. „Ég var ekki með seinna nafnið hans eða upplýsingar um það hvernig hægt er að ná í hann en ég var að hugsa hvort ég ætti samt að gera það. Í sumum löndum væri mér sama en mér skilst að hér á Íslandi sé ekki mikil þolinmæði fyrir svona áreitni.“

DV hefur leitað upplýsinga um málið hjá lögreglu en svör hafa ekki borist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“