fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Maður sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni við starfsfólk á Bessastöðum heldur starfi sínu en þolendur hans flýja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. júní 2021 10:16

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2019 greindi Fréttablaðið frá því að tvær kvartanir hefðu borist vegna meintrar kynferðislegrar áreitni starfsmanns á Bessastöðum í garð annars starfsfólks. Málið væri komið inn á borð forsetahjónanna og þungt andrúmsloft væri á forsetaskrifstofunni vegna þess.

Um var að ræða kynferðislega áreitni í garð tveggja kvenna. Annað atvikið kom upp í starfsmannaferð í París í september 2019 en hitt atvikið gerðist á Íslandi.

Stundin tekur upp þráðinn í málinu í nýrri frétt og greinir frá fleiri atvikum, meðal annars að þess meinti gerandi hafi gripið um kynfæri karlmanns, sem er starfsmaður á Bessastöðum. Í frétt Stundarinnar kemur fram að meintir þolendur starfsmannsins hafi ýmist sagt upp störfum eða farið í veikindaleyfi en hann heldur áfram störfum:

„Tveir starfsmenn forsetaembættisins hafa undanfarna mánuði verið í veikindaleyfi sem þeir rekja til kynferðislegrar áreitni af hálfu samstarfsmanns þeirra. Þriðji einstaklingur, sem er búsettur á Bessastöðum, hefur einnig orðið fyrir áreitni af hálfu sama manns. Eini maðurinn sem tengist málinu og hefur verið að störfum nær óslitið á tímabilinu er gerandinn. Sá hefur gengist við því að hafa áreitt samstarfsmenn sína og nágranna en vék aðeins tímabundið frá störfum að skipan forseta Íslands, sem þó hélt því ranglega fram í yfirlýsingu í október 2019 að málið hefði verið leyst í sátt við þolendur.“

Tveir starfsmenn forsetaembættisins búa á Bessastöðum með fjölskyldum sínum (auk forsetahjónanna sjálfra). Gerandinn er í annarri fjölskyldunni en þolendur, hjón, eru  í hinni fjölskyldunni. Erfið sambúð hefur verið á milli fjölskyldnanna vegna atvikanna og málin eru sögð ekki hafa verið gerð upp og leyst, eins og forsetaembættið hélt þó fram í yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings af málinu haustið 2019.

Eiginmaðurinn þurfti að rífa gerandann af eiginkonu sinni

Áreitniatvikin sem áttu sér stað í vinnuferð í París voru eftirfarandi:

Hinn meinti gerandi greip í klofið á karlmanni, starfsmanni sem býr með fjölskyldu sinni á Bessastöðum, og hélt utan um kynfæri hans. Brást þolandinn illa við þessu en uppskar hæðni gerandans. Ekki urðu eftirmál af atvikinu.

Sami gerandi er síðan sakaður um að hafa áreitt samstarfskonu sína í kvöldverði. Viðhafði hann óviðeigandi orð um líkamsvöxt konunnar. „Sama kvöld og maðurinn hafði áreitt samstarfskonu sína og gripið upp undir samstarfsmann sinn á lestarstöð, varð eiginkona þess síðarnefnda fyrir gerandanum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar réðist maðurinn á konuna þar sem þau þrjú voru saman í lyftu á hótelinu sem hópurinn gisti á. Hafi hann klipið í líkama hennar, rass og læri, með svo mikilli ákveðni að hún marðist. Eiginmaður konunnar hafi rifið gerandann af henni og ýtt út úr lyftunni sem þá hafði staðnæmst á hæðinni þar sem þau gistu öll,“ segir í frétt Stundarinnar.

Forsetaritari sagður hafa haldið upplýsingum frá forsetahjónunum

Í frétt Stundarinnar er því haldið fram að fráfarandi forsetaritari, Örnólfur Thorsson, haldið haldið upplýsingum um atvikin frá forsetahjónunum. Er jafnframt sagt að fullyrðingar frá forsetaskrifstofu um að málið hafi verið leyst í sátt séu rangar.

Segir einnig að starfsmenn sem urðu fyrir áreitni mannsins hafi lengi verið í veikindaleyfi. Einn af starfsmönnunum sem varð fyrir áreitninni taldi rétt að hætta störfum og gerði það. Segir í frétt Stundarinnar að eini aðilinn sem tengist málunum sem hafi verið óslitið að störfum síðan atvikin komu upp sé hinn meinti gerandi.

Sjá nánar á vef Stundarinnar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“