fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

RÚV fékk sprengjuhótun í gærkvöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 07:33

Efstaleiti, Ríkisútvarpið, RÚV. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um sprengjuhótun hjá Ríkisútvarpinu í gærkvöld. Starfsmaður RÚV tók við símtali rétt eftir kl. 19 og kom þar fram að sprengja ætti að springa seinna um kvöldið utan við húsnæði RÚV í Efstaleiti.

Gerandi var handtekinn seinna um kvöldið. Fylgst var vel með húsnæðinu og svæðið leitað, ekkert óeðlilegt fannst og ekkert varð úr hótununum um sprengingu.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill erill hafi verið hjá lögreglu í nótt og mikið um hávaða- og ölvunarútköll.

Keyrði á allt sem fyrir varð

Í gærkvöld  var tilkynnt um bíl í miðbænum sem ekið niður grindverk og yfir umferðareyju. Bílnum var ekið af vettvangi en var stoppaður skömmu síðar í hverfi 109. Þar hafði honum verið ekið á umferðarskilti. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Tilkynnt var um að ekið hefði verið á barn á reiðhjóli í Hafnarfirði í gærkvöld. Barnið var lítið slasað og var farið með það á slysadeild. Rætt var við ökumann og málið er í rannsókn.

Lögregla gerði upptæka kannabisræktun í Hafnarfirði. Grunaður aðili var handtekinn og tekinn af honum skýrsla en síðan var hann látinn laus.

Tilkynnt var um tvo menn í gærkvöld, í Kópavogi eða Breiðholti, sem voru að kasta steinum í hús og brjóta rúður. Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir farnir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu