fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

1000 manna samkomuhámark eftir verslunarmannahelgina og lengur opið á skemmtistöðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 14:16

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að mælast til þess að slakað verði frekar á reglum samkomubanns strax eftir verslunarmannahelgi, að því tilskildu að ekki verði breytingar til hins verra á hegðun kórónuveirunnar hér á landi. Mun hann leggja til einhverja rýmkun á opnun skemmtistaða sem nú mega bara hafa opið til kl. 23 og að samkomuhámark fari úr 500 upp í 1000 manns.

Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins hjá Almannavörnum.

Talið er að ferðamannastraumur til Íslands muni aukast á næstu dögum og vikum en ekki er ljóst hvenær hámarksfjölda sem hægt er að skima verður náð. Hámarkið í dag eru 2000 einstaklingar á dag. „En við verðum að vera tilbúin að mæta því ef hámarkinu er náð og gott betur,“ sagði Þórólfur.

Engin ný smit greindust í gær en þrír greindust með gömul smit. Síðasta sólarhring var sýni tekið úr yfir 1.900 manns en alls komu tæplega 2.300 manns til landsins í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“