fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðrún gekk í gildru ósvífinna en slægra glæpamanna: „Sef ekki því þeir eru með lyklana að íbúðinni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún nokkur segist miður sín eftir að hún varð fyrir glæpamönnum á Spáni. Hún varar aðra Íslendinga við þessum mönnum innan Facebook-hóps Íslendingasamfélagsins þar fyrir sunnan. Færsla hennar hefur vakið mikla athygli en DV gerði árangurslausa tilraun til að ná tali af henni.

Guðrún segir að atvikið hafi átt sér stað fyrir utan verslun nokkra á Costa Blanca-svæðinu. „Ég var rænd í dag fyrir utan Consum matvöruverslunina. Töskunni minni stolið með símanum, húslyklum, bíllyklum, vegabréfinu, ökuskírteini og bankakortum. Ég er símalaus og með engin númer eða peninga. Þjófurinn lagði fyrir mig gildru, setti peningabuddu og smápeninga á jörðina fyrir aftan bílinn minn. Ég var rétt sest inn í bílinn og var að fara fara að loka hurðinni þegar hann kallar og bendir og bendir fyrir aftan bílinn og spyr hvort ég hafi misst veskið,“ lýsir Guðrún.

Hún segist hafa látið blekkjast og farið að kanna málið. „Ég fór út úr bílnum til að athuga málið. Meðan ég beygði mig þá snaraði hann sér hinum megin við bílinn farþegameginn og tók töskuna mína með öllu í. Sef ekki því þeir eru með lyklana að íbúðinni og ég veit EKKI hvort þeim tekst að finna heimilisfangið. Þeir eru líka með bíllyklana, símann, öll kort og skilríki. Búnir að tæma reikninginn minn hérr. Svo ég á ekki krónu,“ segir Guðrún sem er augljóslega miður sín.

Vel ríflega hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu hennar og reyna sumir að rétta fram hjálparhönd. Sumir spyrja hví hún hafi verið með vegabréf sitt og því svarar Guðrún að hún hafi verið á leið til félagsráðgjafa. Hún segist hafa rætt við lögregluna og hafi lokað reikningnum en þá hafi það verið of seint í rassinn gripið.

Ein kona segist ekki aflögufær um mikið en segist reiðubúin að að hjálpa Guðrúnu eftir bestu getu. Hún reynir jafnframt að koma með ráð fyrir Íslendinga sem eru að ferðast á þessu svæði: „Guð minn góður, en það er ein ófrávíkjanleg regla, aldrei að trúa svona mönnum undir neinum kringumstæðum.. Láttu loka kortum, og aldrei að vera með vegabréf að óþörfu í veskinu. […] ég hef orðið fyrir þessu, og fleiri sem ég þekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi