fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Glórulaus vitleysa“, segir Kári – Útilokar ekki að draga Hauk fyrir dómstóla vegna orða sinna

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. október 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn takast þeir Kári Stefánsson og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur á í aðsendum greinum. Í gærdag sagði DV frá orðum Hauks í aðsendri grein á Vísir.is þar sem hann ræðst á Íslenska erfðagreiningu. Sagði Haukur ÍE hafa óheftan aðgang að lífsýnum Íslendinga í gegnum Covid-19 skimanir sínar. Þá sagði hann leynd hvíla yfir meðferð gagnanna og spurði hvert lífsýnin færu.

Þessu svarar Kári Stefánsson hraustlega, eins og von var á, í grein sinni í gærkvöldi, „Glórulaus vitleysa.“

Í greininni fer Kári yfir staðhæfingar Hauks og svarar þeim lið fyrir lið. Þá segir Kári að Haukur virðist helst á þeirri skoðun að flest það sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa gert sé rangt, en það sem Svíar hafa gert sé rétt og göfugt. Í þessu ljósi bendir Kári segist þessu ósammála, þar sem Svíar hafi „varpað og veikum fyrir ætternistapa.“ Það sé ekki samfélag sem Kári vill búa í. Segir Kári:

Kannski Haukur sé mér sammála um þetta atriði málsins en honum finnist eldri borgarar landsins geti einfaldlega dáið drottni sínum af þessari veiru fyrst þeir höfðu ekki vit á því að kjósa hann sem formann félags síns (ég er viss um að Haukur er mér sammála um að þetta sé virkilega slæmur brandari).

Kári bendir Hauki svo á að þjóðin hafi aldrei hafnað sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar, líkt og Haukur heldur fram. Meira en helmingur þjóðarinnar hafi skrifað undir upplýst samþykki fyrir sýnatökunni og sé það líklega fjölmennasta staka athæfi sem þjóðin hefur nokkru sinni tekið þátt í utan kosninga. „Hitt er svo líka rangt, að ÍE sé að safna lífsýnum sem aldrei fyrr. Það er ekkert átak í gangi hjá okkur til þess að safna miklu magni af lífsýnum,“ sagði Kári.

Þá fjallar Kári um eign bandaríska félagsins Amgen á Íslenskri erfðagreiningu, en Haukur gerði að því skóna að uppgötvanir ÍE nýttust því fyrst og fremst bandarísku lyfjafyrirtæki frekar en almenningi. Kári svarar:

Íslensk erfðagreining birtir allar uppgötvanir sem eru gerðar í fyrirtækinu eins hratt og mögulegt er þannig að þær eru öllum lyfjafyrirtækjum aðgengilegar til þess að nýta, ekki bara Amgen. Við höfum oft sagt þetta opinberlega og þar með er það partur af upplýstu samþykkjunum sem þátttakendur skrifa undir. Það er hins vegar hagur sjúklinga að það sé í það minnsta eitt lyfjafyrirtæki sem vilji eyða í það orku að skoða uppgötvanir um sjúkdóma þeirra með það í huga að búa til lyf. Það er ekki alltaf sjálfgefið að svo sé.

Þá benti Kári enn og aftur á það að ÍE á ekki gagnasafn sem það hefur í vörslu sinni, heldur sé það eign íslensku þjóðarinnar. Segir Kári ekki geta gefið það sem það á ekki.

Kári gaf svo ekki mikið fyrir staðhæfingar Hauks um að rannsóknir ÍE væru án samþykkir vísindasiðanefndar: „Það er nokkuð ljóst á þessari staðhæfingu Hauks að hann hefur tekið sér fasta búsetu út í mýri.“ Sagði Kári að öll sýni, stroka úr nefholi og munni, væru hent í ruslið eftir að búið væri að leita að veirunni og eftir atvikum, raðgreina veiruna.

Kári lýkur máli svo á að benda á að ásakanir Hauks séu alvarlegar, svo alvarlegar raunar að Kári útilokar ekki að hann verði látinn bera ábyrgð á þeim orðum fyrir dómstólum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“