fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
FréttirPressan

Tímamót í sögu Svíþjóðar – Carl XVI Gustaf setur met í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 12:19

Carl XVI Gustaf konungur Svíþjóðar. Mynd/Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, fimmtudaginn 26. apríl 2018, setur Carl XVI Gustaf konungur Svíþjóðar met en hann hefur nú setið á konungsstóli í 44 ár og 223 daga. Þar með hefur hann setið lengst allra á konungsstóli, og eru drottningar þá einnig taldar með, í þúsund ára sögu Svíþjóðar. Fyrra metið var frá fjórtándu öld en þá sat Magnus Eriksson á konungsstóli frá 1319 (þegar hann var þriggja ára) þar til 1364 eða í 44 ár og 222 daga.

Langlífi er þekkt í fjölskyldu Carl XVI Gustaf en afi hans og langafi komust báðir á tíræðisaldur. En það má kannski teljast merkilegra met hjá Magnus Eriksson að hafa setið á konungsstóli í 44 ár og 222 daga því á hans tíma var mikill óróleiki í samfélaginu og ástandið oft hættulegt auk þess sem læknisfræðin hafði ekki náð mjög langt.

Carl XVI Gustaf á þó enn langt í land með að ná Elísabetu II Bretadrottningu sem hefur nú setið á drottningarstólnum og ríkt í heil 65 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi