fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Jón Gnarr losar sig við umdeilda Banksy-verkið: „Ég var bara smá einfeldningur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur ákveðið að farga Banksy-verkinu sem hann fékk þegar hann gegndi embætti borgarstjóra. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og tekur fram að hann hafi ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að losa sig við myndina við fyrsta tækifæri.

Umrætt verk hefur verið í brennidepli á síðustu dögum eftir að sást til myndarinnar á Twitter-síðu Jóns. Borgarstjórinn fyrrverandi hafði áður upplýst í viðtali við veftímaritið The Rumpus að hann hefði óskað eftir verki frá götulistamanninum sjálfum og fengið jákvætt svar.  Jón segir við veftímaritið árið 2012 að þurft hafi að útbúa nýtt verk sem væri ólíkt frummyndinni. „Ef þú berð saman þetta verk við hið upprunalega sérðu að það eru öðruvísi blóm á mínu. Fáir gera sér grein fyrir því hversu sjaldgæft þetta er,“ segir Jón.

Sjá einnig: Mána heitt í hamsi: Efast um útskýringar Jóns Gnarr – „Hvers konar djöfulsins meðvirknissamfélag er þetta?“

Samkvæmt siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar gilda strangar reglur um gjafir sem kjörnir embættismenn mega þiggja, en Jón þvertók fyrir það á dögunum að um verðmætt og ósvikið verk væri að ræða, heldur plakat.

Jón segir að samskiptin við Banksy hafi farið fram í gegnum þriðja aðila. Eftir langan tíma fékk hann síðan myndina senda í gegnum tölvupóst með þeim skilaboðum að hann mætti prenta hana út og hengja upp.

„Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið,“ skrifar Jón á Facebook í dag, en hann segir ákvörðunina um að farga verkinu vera til þess að myndin og umræðan í kringum hana trufli engan.

„Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Syndir feðranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“