fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Fréttir

Mána heitt í hamsi: Efast um útskýringar Jóns Gnarr – „Hvers konar djöfulsins meðvirknissamfélag er þetta?“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 17:00

Grínarinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur verið á vörum margra síðastliðnu daga. Ástæðuna má rekja til myndlistarverks sem hann tjáði sig um að hafa fengið að gjöf frá hinum stórfræga götulistamanni Banksy.

Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við veftímaritið The Rumpus upplýsir Jón að hann hafi sent fulltrúa listamannsins skilaboð og óskað eftir mynd. Þá segist hann hafa fengið jákvætt svar gegn því skilyrði að myndin frá Banksy myndi eingöngu hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Jón segir við veftímaritið að þurft hafi að útbúa nýtt verk sem væri ólíkt frummyndinni. „Ef þú berð saman þetta verk við hið upprunalega sérðu að það eru öðruvísi blóm á mínu. Fáir gera sér grein fyrir því hversu sjaldgæft þetta er,“ segir Jón.

Á dögunum birti Jón mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að listaverkið prýðir vegg á heimili hans.

Í siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar gilda strangar reglur um gjafir sem kjörnir embættismenn mega þiggja. Jón birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann þvertók fyrir það að um væri um verðmætt og ósvikið verk að ræða, heldur segir hann að eftirprentun prýði vegg sinn. „Hún er ekki einu sinni merkt listamanninum. Þetta er í rauninni bara plakat,“ segir Jón.

 „Eitthvað skrítið við þetta“

Fjallað var um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun þar sem þeir Frosti Logason og Máni Pétursson setja spurningarmerki við trúverðugleika svarsins frá fyrrum borgarstjóranum. „Það er eitthvað skrítið við þetta,“ segir Máni. „Keypti hann kannski þetta plakat úti í búð og sagði svo að Banksy hafi gefið sér þetta?“

Í færslu sinni á Facebook heldur Jón áfram: „Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind.“

„Fínn náungi“

Máni gagnrýnir viðbrögð almennings við þessari umræðu og þykir fólk tala undir rós frekar en að ræða hvort þarna væri stuldur eða lygi á ferð. Frosti tekur fram að Jón Gnarr sé „fínn náungi,“ en þá bætir Máni við að hann væri enn þá fínn náungi þó hann hefði tekið listaverkið með sér heim.

„Hvers konar djöfulsins meðvirknissamfélag er þetta?“ spyr Máni. „Okkur finnst Davíð Oddsson ekki vera fínn náungi. Hefði hann tekið þetta verk, væri þá ekki frussuskita yfir hann út um allt?“

Máni vísar einnig í færslu Söru Oskarsson, myndlistarkonu og varaþingmanns Pírata, þar sem hún talar um hvað Jón hefur afrekað miklu á borgarstjóraferli sínum. Í færslu Söru segir meðal annars:

Hann þorði að ‘grýta’ sjálfum sér og hugsjónum sínum inn í rykfallna, óupplýsta og myglaða kima stjórnmálanna með listina sína og sérstæðu og einstöku hæfileika sína eina að ‘vopni’ (eins og blóm).
Hann umbylti borgarstjórn með gravitas húmorsins! Það er ekki auðvelt – meira svona eitthvað sem að ætti eiginlega að teljast ómögulegt með öllu. Hann grýtti samt og við gripum blómin eða fengum þau í hausinn eftir atvikum.

Máni segir þetta vera hluta af vandamáli, eða meðvirkni þjóðarinnar. Frosti tekur undir og segist hafa dottið í þá gryfju líka og sýnt merki um meðvirkni. „Það segir okkur allt um hugsunarhátt Pírapanna,“ segir Máni. „Eitt á yfir alla að ganga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“