fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Tveir hópar af erlendu þjóðerni slógust í Skeifunni: „Atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum var kveikjan að málinu“

Hópslagsmál í Skeifunni – Rannsókn á frumstigi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópslagsmálin sem áttu sér stað í Skeifunni síðastliðinn laugardag voru á milli tveggja erlendra hópa af sitt hvoru þjóðerni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eins og greint hefur verið frá tóku hátt í 30 manns þátt í slagsmálunum sem áttu sér stað fyrir framan verslun Rúmfatalagersins. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu, þar á meðal börn.

Meðlimir beggja gengjanna voru með með vopn, þar á meðal hafnaboltakylfu, hamar og hníf. Einn var sleginn í höfðið með hamri en að sögn vitnis sem ræddi við Morgunblaðið tóku 4-6 manns þátt í slagsmálunum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki liggi fyrir hver kveikjan að átökunum var. Fjórir voru handteknir og er búið að taka skýrslur af þeim.

„Þessir tveir hópar virðast vera af ólíkum þjóðernum. Eitthvert atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum var kveikjan að málinu,“ segir Friðrik og bætir við að rannsókn málsins sé á frumstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví
Fréttir
Í gær

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki