fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fyrstu umferðarljósin í bænum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 22. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 1949 voru umferðarljós sett upp hér á landi í fyrsta skipti enda bifreiðaeign landsmanna að aukast jafnt og þétt. Var ljósunum komið fyrir á fjórum fjölförnustu gatnamótum í miðbæ Reykjavíkur.

Þann 8. nóvember var ljósunum komið fyrir. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og Einar B. Pálsson verkfræðingur fylgdust vel með á gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs. Margir vegfarendur hópuðust einnig að.

Voru ljósin talin „hin sanngjörnustu og stöðva engan lengur en bráðnauðsynlegt er til að viðhalda góðri reglu á umferðinni“ eins og segir í frétt Morgunblaðsins.

Var brýnt fyrir öllum ökumönnum að fylgja götuvitunum skilyrðislaust. Undan því voru þó þegnir slökkviliðsbílar, lögreglubílar og bifhjól. Í Vísi sagði:

„Annars er mikil prýði að ljósunum, er rökkva tekur, þau setja nýjan og skemmtilegan svip á bæinn, og óhætt er að fullyrða, að menn myndu sakna þeirra, er þau hyrfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“