fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021

Stjörnuspá vikunnar: Þvílík ástríðusprengja ríður yfir þessa dagana

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 23. – 29. febrúar

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú skalt passa að taka frá tíma til að hugleiða og vera með sjálfri/um þér. Í einsemdinni fæðast oft bestu hugmyndirnar. Þér er ráðlagt að tileinka þér betri svefnvenjur; fara fyrr að sofa og vakna snemma. Búðu til reglu og fylgdu henni frá A til Ö. Ekki svindla!

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Það sem einkennir næstu vikur er góð samvinna að sameiginlegu verkefni. Þú safnar góðu fólki í kringum þig, brýtur odd af oflæti þínu og lærir að miðla málum og vinna með fólki. Út úr þessu samstarfi kemur eitthvað stórkostlegt – vittu til.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það fer þér ekkert sérstaklega vel að vinna alltof mikið – þú ert einfaldlega ekki nógu hraust/ur til að þola það. Að lokum gefur kroppurinn sig og þú verður að horfast í augu við að þú virkar ekki vel undir álagi. Kannski er kominn tími á að þú skiptir um vinnu?

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Það kemst lítið annað að hjá þér þessa dagana en spennandi ferðalag sem þú ert að skipuleggja. Þú hefur velt því mikið fyrir þér hvert þig langar að fara og loksins er það ákveðið. Þessi ferð verður stórkostleg og breytir lífi þínu á fleiri vegu en þig grunar.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú þráir að endurvekja kynni við gamlan vin sem er svo þægilegur í umgengni. Þetta er vinur sem þú getur setið með dægrin löng án þess að segja aukatekið orð. Þetta er vinur sem skilur þig og það er það sem þú þarft núna. Vinur sem dæmir ekki.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Lífið er of stutt fyrir hálfkák. Þér finnst erfitt þessa dagana að vera föst/fastur í fari sem leyfir þér ekki að blómstra. Þú gerir ekkert 100 prósent og það veldur þér kvíða. Nú er tíminn til að slíta sig lausa/n, fylgja innsæinu og láta draumana rætast.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú þarft að setja meiri athygli á heilsuna og ferð hamförum í eldhúsinu. Þú finnur ástríðuna fyrir eldamennsku aftur og töfrar fram alls kyns gúmmulaði fyrir þig og þína. Þú ert búin/n að vera að leita að neistanum og stundum þarf ekki að leita langt yfir skammt.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það er þvílík ástríðusprengja sem ríður yfir þessa dagana – sérstaklega hjá einhleypum sporðdrekum. Þeir einhleypu hafa verið að hitta ýmsa vonbiðla undanfarið og njóta þess að upplifa nýja hluti í svefnherberginu. Lofaðir sporðdrekar gera allt til að gleðja makann, sem tekst prýðilega.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Hugur þinn er skýrari og þú ert jarðbundnari en þú hefur verið í langan tíma. Þú einbeitir þér að heimilislífinu og að verkefnum heima við sem hafa setið á hakanum. Það veitir þér mikla gleði og þú færð sjaldgæft tækifæri til að virkja sköpunargáfuna.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú átt þér draum og hefur átt hann lengi. Hins vegar hefur þú ekki tekið af skarið enn þá til að láta hann rætast – fyrr en núna. Þú átt spennandi tíma í vændum, þar á meðal ferð með einstaklingi sem mun hjálpa þér að láta drauma rætast.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þig langar að taka þig á og hafa aga í lífinu. Þú þarft að setjast niður og skipuleggja þig vel, hvort sem það er í heimilislífinu eða vinnunni. Losaðu þig við hluti og muni sem gera þér ekkert gott. Taktu til í kringum þig og innra með þér.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Hvaða áskorun viltu leggja fyrir þig? Hefur þig kannski dreymt lengi um þessa áskorun en ekki þorað að taka stökkið? Nú er tíminn kominn og þú skalt heldur betur stökkva og dýfa þér í djúpu laugina. Ástina finna einhleypir fiskar á óvæntum stað og það er dásamlegt.

Afmælisbörn vikunnar

23. febrúar – Hrönn Þorsteinsdóttir gleðisprengja, 45 ára
23. febrúar – Leifur Sigfinnur Garðarsson körfuknattleiksmaður, 52 ára
24. febrúar – Sindri Birgisson leikari, 40 ára
25. febrúar – Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, 46 ára
26. febrúar – Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, 48 ára
27. febrúar – Baltasar Kormákur leikstjóri, 54 ára
28. febrúar – Örn Úlfar Sævarsson handritshöfundur, 47 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Stjörnulögmaður gagnrýnir áhrifavalda og saknar áhrifa Þorgríms Þráins

Stjörnulögmaður gagnrýnir áhrifavalda og saknar áhrifa Þorgríms Þráins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Barnasmitsjúkdómalæknir telur óþarfi að bólusetja börn í flýti

Barnasmitsjúkdómalæknir telur óþarfi að bólusetja börn í flýti
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Rændi skartgripum fyrir 400 milljónir og flúði á hlaupahjóli

Rændi skartgripum fyrir 400 milljónir og flúði á hlaupahjóli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.