fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Stella Blómkvist lagði bókasafnssjóð rithöfunda: „Þau vildu bara afhjúpa Stellu!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á rithöfundur sem skrifar undir dulnefni rétt á greiðslum úr bókasafnssjóði rithöfunda? Nei, segir Rithöfundasamband Íslands. Já, segir umboðsmaður Alþingis. Glæpasagnahöfundurinn vinsæli Stella Blómkvist hefur í 14 ár staðið í stríði við Rithöfundasambandið um rétt hennar til að fá greiðslur úr bókasafnssjóði rithöfunda.

Árlega fá rithöfundar greiðslur úr sjóðnum í samræmi við útlán bóka sinna á bókasöfnum. Hjá vinsælum höfundum geta þetta verið umtalsverðar upphæðir. Er Stella grennslaðist fyrir um greiðslur til sín fékk hún þau svör frá Rithöfundasambandinu að hún yrði að senda inn umsókn með nafni og kennitölu. Í 14 ár hefur Stella barist fyrir því að fá bókasafnsgreiðslurnar í gegnum útgefanda sinn en án árangur uns hún leitaði til Umboðsmanns Alþingis.

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu Stellu beri að fá þessar greiðslur án þess að gefa upp auðkenni sín. Lesa má úrskurð Umboðsmanns í heild hér en í honum segir meðal annars:

Með vísan til framangreinds er það niðurstaða mín að afstaða úthlutunarnefndar samkvæmt 8. gr. laga nr. 91/2007, um bókmenntir, og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, þess efnis að rithöfundur sem notar dulnefni geti ekki fengið greiðslur samkvæmt 7. gr. laganna nema hann gefi upp nafn sitt, sé of fortakslaus og þar með ekki í samræmi við lög, enda er ekki loku fyrir það skotið að höfundur geti fært viðhlítandi sönnur fyrir því að hann uppfylli áskildar kröfur fyrir rétti til greiðslu með öðrum hætti.

Ég mælist til þess að nefndin leysi úr máli þess höfundar sem leitaði til umboðsmanns Alþingis í samræmi við þau sjónarmið sem gerð er grein fyrir hér að framan, sæki hann formlega um greiðslur. Jafnframt mælist ég til þess að nefndin taki mið af þeim sjónarmiðum sem gerð er grein fyrir álitinu í framtíðarstörfum sínum. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er sent afrit af álitinu.

Í Facebook-færslu sakar Stella Blómvist menningarmálaráðuneytið og Rithöfundasambandið um ofsóknir í sinn garð. Hún skrifar:

Loksins, loksins hefur samtvinnað valdakerfi menningarmálaráðuneytis og Rithöfundasambandsins neyðst til að láta af ofsóknum sínum og fallist á að greiða mér lögbundnar greiðslur fyrir útlán á bókum mínum í bókasöfnum landsins. Skilagrein og greiðsla hefur sem sagt borist til mín vegna útlána á bókum mínum í fyrra, en hins vegar ekki vegna útlána öll hin árin.

Það var auðvitað kæra mín til Umboðsmanns Alþingis og nýleg niðurstaða hans sem neyddi kerfið til að hætta að brjóta á mér lög, en ég hef áður birt þann úrskurð hér á síðunni.
Þeir sem til þekkja eru ekki í vafa um hvers vegna valdakerfi ráðuneytis og Rithöfundasambands barðist svona hart og lengi á móti réttindum mínum. Einn þeirra orðaði það skratti vel í tölvupósti til mín: „Þeir vildu bara afhjúpa Stellu!“
Skömmin er þeirra.

Stellu hafa nú borist greiðslur gegna útlána bókum hennar á bókasöfnum í fyrra en ekki fyrir öll árin þar á undan. Í örstuttu samtali við DV segir hún:

„Sagan öll er rakin skilmerkilega í úrskurði Umboðsmanns Alþingis. Hann taldi það rétt minn að fá greiðslur fyrir milligöngu útgefanda míns án þess að gefa upp nafn og númer. Eftir að hafa hafnað mér árum saman, eins og rakið er í úrskurðinum, hefur sjóðurinn nú látið undan. Ég þakka það Umboðsmanni Alþingis því áður en álit hans lá fyrir fékk ég bara höfnun á höfnun ofan.“

Stella hefur því enn ekki verið afhjúpuð en svona í lokin er rétt að endurvekja hina sígildu samkvæmisspurningu: Hver er Stella Blómkvist?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“