fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Hvaða bókum mæla oddvitarnir með?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarbókasafnið brá á skemmtilegan leik á Facebooksíðu sinni og spurði oddvita stjórnmálaflokkanna hvaða bók þeir myndu mæla með fyrir aðra.

Fjórtán þeirra svöruðu  og kannski þeirra bækur séu þínar uppáhalds? Við hvetjum þá sem aldur hafa til að mæta á kjörstað á laugardag og nýta kosningaréttinn.


Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Borgin okkar (O): „Bók sem fær lesandann til að hugsa út fyrir boxið og velta fyrir sér ýmsum staðreyndum, samfélagsviðmiðum sem við tökum sem gefnum án þess að huga að sannleikanum og jafnvel viljum við forðast sannleikann þvi það er ekki þægilegt að horfast i augu við hann eða viðurkenna hann og því er þægilegra að ganga í takt. Ást, örlög og þráhyggjur og hvað það þýðir að láta hjartað ráða för og hver er fórnarkostnaðurinn við hlusta á eigin sannfæringu. Öllum stjórnmálamönnum holl sem festast í pólitískum rétttrúnaði og hugsun.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar (P): „Ég mæli með bókinni The Authoritarians eftir Bob Altemeyer. Bókin fjallar um fræðilegar greiningar á sálfræði stjórnlyndis, sett fram á aðgengilegan máta. Hún snýst um stjórnlyndi og hvernig stjórnlynt fólk hugsar. Á hinum endanum er svo frjálslynt fólk, eins og við Píratar.
Stjórnlyndi felur í sér vilja til að fylgja sterkum leiðtoga, jafnvel í blindni. Stjórnlynt fólk efast minna um gjörðir sinna leiðtoga og er meira tilbúið til að horfa í gegnum fingur sér þegar þeir brjóta af sér. Frjálslynt fólk er líklegra til að virða skoðanir annarra þrátt fyrir að vera ósammála þeim, á meðan stjórnlynt fólk hefur minna umburðarlyndi gagnvart sjónarmiðum þeirra sem eru þeim ósammála. Þessi bók er svakalega áhugaverð í ljósi íslenskrar stjórnmálamenningar og hún varpar ljósi á ólíka eiginleika mismunandi flokka sem raða sér eftir línum frjálslyndis og stjórnlyndis.“

Björg Kristín Sigþórsdóttir, Höfuðborgarlistinn (H): „Ég les mest fræðibækur og síðasta bók sem ég las var nýjasta útgáfan af Stjórnsýslulögum eftir Pál Hreinsson og hvet ég samherja mína í pólitík og almenning einnig að lesa bókina. Þess á milli gríp ég í glæpasögur. Lestur er undirstaða menningar og vaxtar. Ég vil efla aðgengi upplýsinga til almennings. Lestur sem er bæði til fróðleiks og skemmtunar eykur málskilning, málfræðiþekkingu og hæfni til að nota málið í mismunandi samhengi.“

Kolbrún Baldursdóttir, Flokkur fólksins (F): „Ég myndi velja Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Dalalíf gerir svo margt fyrir mann. Hún fræðir um lífið og tilveruna á þeim tíma sem hún gerist. Ég myndaði djúp tengsl við fjölmargar persónur bókarinnar og við lestur leið mér alltaf vel.
Ég hef ávallt hlakkað til að taka Dalalíf í hönd, öll bindi hennar og lesa. Það er góð tilfinning í daglegu amstri að vera með góða bók á náttborðinu og í fríum. Fyrir mér var Dalalíf yndislegur heimur sem ég átti til hliðar við þann heim sem ég lifi í. Sem sálfræðingur fannst mér einstaklega gaman að kynnast þessum ólíku, litríku persónum og atferli þeirra. Í Dalalífi sér maður alla flóru mannlegra tilfinninga, hugsana, vonir, væntingar, vonbrigði og sársauka. Það eru fáir höfundar sem ég hef lesið sem ná að lýsa persónum eins djúpt og á eins raunhæfan hátt og Guðrún frá Lundi. Manni fannst maður hafa kynnst þeim persónulega, og á einhvern magnaðan hátt geta sett sig í spor þeirra og upplifað á eigin skinni tilfinningar þeirra. Sumarið sem ég las Dalalíf, öll bindi er eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef átt. Ég er að verða búin að lesa allar bækur Guðrúnar frá Lundi og er strax farin að finna fyrir smá kvíða, fráhvarfseinkenna.“

Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokkur (D): „Heimsljós af íslenskum bókmenntum. Sapiens af nýjum bókum.“ 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkur Íslands (J): „Ég mæli með bókinni Harriet Tubman: The Road to Freedom, eftir Catherine Clinton. Harriet fæddist sem Araminta Ross á þriðja áratug 19. aldar inn í þrældóm í Bandaríkjunum. Hún flúði úr ánauðinni á þrítugsaldri en sýndi mikið hugrekki með því að snúa aftur og frelsa hundruði svartra einstaklinga úr þrældómi. Harriet var ein af forsprökkunum í Underground Railroad, félagsskaps sem vann ötullega að því að ferja svarta þræla úr ánauð. Þrælahaldarar óttuðust Harriet og fé var sett til höfuðs hennar. Þorið sem fylgir því að snúa aftur á slóðir þrælahalds eftir að hafa öðlast frelsi, sýnir vel baráttuvilja þessarar konu. Eftirfarandi orð Harriet náðu sérstaklega til mín: “If you are tired, keep going; if you are scared, keep going; if you are hungry, keep going; if you want to taste freedom, keep going.” Sem mætti lauslega þýða sem svo að maður eigi alltaf að halda áfram baráttuveginn í átt til frelsis, þrátt fyrir mótlætið sem standi í vegi manns. Harriet barðist ekki eingöngu gegn þrælahaldi, heldur vann einnig ötullega að réttindum kvenna og talaði víða fyrir kosningarétti kvenna. Þetta er heldur betur fyrirmyndarkona sem hefur ekki látið óttann við ofbeldisfullt, ómannúðlegt kerfi þrælahalds stöðva sig, heldur verið staðráðin í að berjast gegn óréttlætinu. Verandi í stéttabaráttunni með það að markmiði að færa valdið til fólksins, er maður stundum við það að gefast upp og þarf að minna sig reglulega á að hinir valdamiklu eru ekki að fara að gefa manni hluta af völdunum. Heldur þurfa hinir kúguðu að rísa upp, segja hingað og ekki lengra og taka valdið. Ef einhver frásögn getur veitt manni drifkraft, þá er það frásögn Harriet. Ég mæli einnig sérstaklega með þessari bók þar sem það hallar á hlut kvenna í samfélaginu nú til dags jafnt sem að sögulegri þátttöku kvenna í baráttunni, hefur ekki verið gert hátt undir höfði. Því finnst mér mikilvægt að nýta tækifærið til að mæla með bók um konu, þar sem afrek þeirra skortir verulega í umræðuna. Sem kona sjálf af blönduðum uppruna, veit ég einnig hvað skortir á sýnileika svartra og brúnna kvenna á mörgum sviðum femínískrar baráttu og nýti ég því öll tækifæri til að deila frá baráttu hörundsdökkra kvenna, sem vantar mjög inn í femíníska umræðu.“

Þorvaldur Þorvaldsson, Alþýðufylkingin (R): „Ef ég mætti mæla með einni bók gæti það t.d. verið „Tíu dagar sem skóku heiminn,“ eftir bandaríska blaðamanninn John Reed.
Ástæðan er helst sú að hún segir á persónulegan og jafnframt trúverðugan og lifandi hátt frá merkasta atburði síðari alda, Októberbyltingunni í Rússlandi fyrir um hundrað árum. John Reed var í Rússlandi haustið 1917 og upplifði marga af mikilvægustu atburðunum í framvindu byltingarinnar. Hann gefur heilsteypta mynd af atburðunum og samhengi þeirra. Frásögnin er spennandi og upplýsandi og kemur mörgum á óvart.
Þetta eru jafnfram helstu ástæður þess að ég þýddi bókina og fékk hana útgefna á síðasta ári í tilefni af því að 100 ár voru frá byltingunni.“

 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn (C): „Ein af mínum uppáhalds bókum er Hús úr húsi eftir Kristínu Mörju. Hún er uppáhalds höfundurinn minn. Bókin er svo mannleg og skemmtileg og fjallar um heimaþjónustu í borginni, tengsl og samskipti.“

Vigdís Hauksdóttir, Miðflokkur (M): „Ég ætla að mæla með bókum Guðjóns Friðrikssonar um Einar Benediktsson.
Snilldar vel skrifaðar og eru svo mikil samtímasaga um þróun íslensks samfélags á þessum umbrotatímum þegar Ísland var að berjast út úr mikilli fátækt, fámenni, fólksflótta til Vesturheims og þar til fullveldi var náð.“

Gunnar Kristinn Þórðarson, Karlalistinn ( Y ): „Ég les reyndar mest fræðibækur, sem getur verið afskaplega ánæguleg lesning. Mitt uppáhald er Frá Sýrlandi til Íslands: Arfur Tómasar postula: Tómasarkver, Tómasarguðspjall og Tómas saga postula, eftir Jón Ma. Ásgeirsson.“

Líf Magneudóttir, Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V): „Grunnurinn að lestraráhuga fólks er lagður í barnæsku. Þess vegna eru allar góðar barnabækur í uppáhaldi hjá mér, bækur sem ég get lesið með börnunum mínum og bækur sem ég las sjálf þegar ég var krakki og voru lesnar fyrir mig. „Selur kemur í heimsókn “ er ein þessara bóka. Hún hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Fékk mig til að hugsa um lífið og tilveruna og svo er hún líka meinfyndin og skemmtilega myndskreytt. Börnin mín hafa jafngaman af henni og ég. Ég verð líka að fá að nefna „Skrímslabækurnar“ allar með tölur. Ég fæ aldrei leið á skrímslunum sem kljást við hversdagslegar uppákomur og sammannlegar tilfinningar. Ég gæti líka nefnt sögurnar um Einar Áskel, Múmínálfana og í raun allar bækurnar hennar Astridar Lindgren og ég held það dyljist engum að mér finnast barnabækur bestar. Ég fæ aldrei leið á þeim og vonandi halda þær áfram að glæða tilveru og hugarheim barna og fullorðinna lífi og ánægju.“


Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin (S): „Það er erfitt að velja uppáhaldsbók. Gúmmi Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard var hins vegar fyrsta „langa“ bókin sem ég las. Mér þykir því vænt um hana því ég var seinn að læra að lesa og þurfti að hafa svolítið fyrir því. Mér þykir líka ótrúlega vænt um Veröld sem var, eftir Stefan Zweig. Afi minni heitinn, Gunnar Steingrímsson loftskeytamaður gaukaði henni að mér og hún opnaði fagra sýn á hina frjálslyndu Evrópu fyrir fyrra stríð, auk þess að vera dásamlega skrifuð og af einstakri ást á mannkyninu. “

Ingvar Mar Jónsson, Framsóknarflokkur (B): „Ég mæli með „Með lífið að veði“ um flótta Yeonmi Park frá Norður-Kóreu. Vegna þess að sú bók kennir manni margt um lífið, til dæmis hversu hverfult það getur verið. Hún segir líka frá því hversu sterkur baráttuandinn og lífsviljinn getur verið hjá okkur mannfólkinu.“

Ólöf Magnúsdóttir, Kvennahreyfingin (K): „Ég mæli með Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi. Ég veit að ég er að svindla smá því þetta er bókaflokkur en stundum liggur konum bara heilmikið á hjarta og þá dugar ekki ein bók. Guðrún frá Lundi var líka töffari, íslensk baráttukona sem hélt ótrauð áfram að skrifa bækurnar sínar, jafnvel þó merkilegu strákunum fyrir sunnan hafi fundist hún hallærisleg. Hún skapaði frábærar persónur og gefur okkur góða sýn inn í aðstæður kvenna í íslenska bændasamfélaginu. Ég hef lesið Dalalíf nokkrum sinnum síðan ég var unglingur og skemmti mér alltaf jafn vel. “

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 klukkutíma

Svona gerir þú gæðakaffi heima hjá þér – Sjáðu myndbandið

Svona gerir þú gæðakaffi heima hjá þér – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma
Búið að ákæra Sarri
Matur
Fyrir 1 klukkutíma

„Kynþokkafyllsti grænkerinn“ krýndur í fyrsta sinn – Sjáið keppendurna

„Kynþokkafyllsti grænkerinn“ krýndur í fyrsta sinn – Sjáið keppendurna
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Banaslys í Langadal

Banaslys í Langadal
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Miklir skógareldar í Svíþjóð og Noregi – Mörg hundruð manns fluttir frá heimilum sínum

Miklir skógareldar í Svíþjóð og Noregi – Mörg hundruð manns fluttir frá heimilum sínum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ung systkin lifðu sprengingu af á Sri Lanka og flúðu – Hlupu beint inn í annan sjálfsvígssprengjumann og létust

Ung systkin lifðu sprengingu af á Sri Lanka og flúðu – Hlupu beint inn í annan sjálfsvígssprengjumann og létust
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Stal kjöti frá sendli