fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fyrsta íslenska „nördaráðstefnan“: Boba Fett á leiðinni til Íslands

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur komið oft til tals að halda svona „comic con“ eða „nördaráðstefnu“ á Íslandi en núna er þetta loksins að verða að veruleika og er Nexus stór partur af þessari hátíð á þessu ári og þeim komandi“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, einn aðstandenda hátíðinnar Midgard Reykjavík.

Þetta verður fyrsta íslenska ráðstefnan þar sem unnendur bókmennta, tölvuleikja, borðspila, bóka, búningaleikja, spilamóta, myndasagna, listamanna, „cosplay“, kvikmynda og þáttasería sameinast á einn stórviðburð.

Ráðstefnan verður haldin í Laugardalshöll helgina 15. til 16. september og er reiknað með þéttri dagskrá og ýmsum gestum. Aðstandendur hátíðinnar eru starfsmenn Nexus, Cosplay Iceland og Nordic Cosplay Championship.

„Ég tel að okkur hafi tekist að blanda saman sérstökum íslenskum brag við þetta erlenda geirasamfélag og ég hlakka til að sjá, já og sýna útkomuna,“ bætir Sveinn við.

Hér er Sveinn staddur á ráðstefnu erlendis, umkringdur „Dredd’um“ og öðrum dómurum.
Þeir William Shatner í góðum gír.

Búningahönnuður Svarthöfða

Sveinn Ólafur hefur starfað hjá Nexus í rúman áratug og hefur farið á margar ráðstefnur um tíðina. Segir hann að „gott con“ þurfi að vera fjölbreytt og spennandi úrval sem þræðir saman klassískt og nýtt efni í viðfangsefni geira. „Við í Midgard verðum auðvitað að spyrja okkur hvað það er við þessa tilteknu ráðstefnu sem krækir þig inn og heillar, innlendan jafnt sem erlendan gest, og er jafnframt markmið að vera öðruvísi en allar hinar sambærilegu ráðstefnur úti í heimi,“ segir hann.

Á meðal gesta hátíðinnar er Brian Muir, hönnuður búninga og sviðsmynda upprunalegu Star Wars-myndanna, Alien, Willow, Harry Potter og Guardians of the Galaxy. Einnig bregður fyrir leikarinn Jeremy Bulloch sem fór með hlutverk hins alræmda Boba Fett í The Empire Strikes Back og Return of the Jedi.

Boba Fett án hjálms.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum