fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Okkar maður

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við minnumst Leonards Cohen með hlýju, það var þroskandi að njóta samvista við hann í uppvextinum. Cohen var alltaf okkar maður og mun vera það áfram, þótt nú sé hann kominn í betri heim meðan við dúsum hér.

RÚV sýndi á dögunum heimildamynd um heimsókn Cohens til Íslands árið 1988. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði myndinni og tók viðtal við tónlistarmanninn. Sýnt var frá blaðamannafundi Cohens þar sem hann var umkringdur fjölmiðlamönnum.

Hann svaraði spurningum en maður hafði sterklega á tilfinningunni að fundir eins og þessir væru ekki með því skemmtilegra sem hann tók þátt í. Viðtal Hrafns við Cohen var fínt og þar talaði Cohen meðal annars um trú og syndina og vísað í sögur Biblíunnar. Það var mjög áhugavert að heyra útlistun hans á syndinni.

Við nútímamenn tölum nánast aldrei um synd, okkur finnst syndarhugtakið svo gamaldags, en þarna var maður sem hafði mikið að segja um syndina og fyrirgefninguna. Við fengum svo að sjá frá tónleikum Cohens þar sem hann söng hvert dásemdarlagið á fætur öðru, þar á meðal lagið um Jóhönnu frá Örk sem heyrist ekki oft en er hreint stórkostlegt.

Leonard Cohen skipti máli í lífi fjölmargra og það var gott að eiga þessa kvöldstund með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki