fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Gott tvíeyki

Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. virka vel saman

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 2. nóvember 2016 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningasjónvarp RÚV var ágætlega heppnað. Líflegasta augnablikið var þegar Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson rýndu í úrslit krakkakosninganna þar sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðufylkingin sópuðu að sér fylgi. Þeir töluðu um niðurstöðuna eins og um raunverulegar kosningar væri að ræða, en um leið sá maður glettnisblikið í augum þeirra. Það var skemmtileg hugmynd að láta krakka velja sér flokka og úrslitin voru óvænt, allavega sigur Alþýðufylkingarinnar. Menntaskólanemar voru einnig með sínar kosningar og þar naut Sjálfstæðisflokkurinn mikillar hylli, eins og hjá stórum hluta þjóðarinnar.

 Yfirvegaður og skipulagður.
Bogi Ágústsson Yfirvegaður og skipulagður.

Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson eru góðir saman. Bogi er þaulreyndur fjölmiðlamaður, yfirvegaður og skipulagður. Ólafur er afslappaður og mikill húmoristi og hefur þægilega nærveru. Báðir ná þeir einstaklega vel til áhorfenda. Það er næstum því eins og þeir séu heima í stofunni hjá manni og séu að tala við mann persónulega. Sennilega er það þess vegna sem maður stendur sig að því að kinka kolli í átt að sjónvarpinu þegar þeir eru á skjánum.

Ekki man ég hversu margar kosningar þeir félagar hafa leitt mann í gegnum, en allnokkrar eru þær. Báðir eru þeir nánast ómissandi í kosningasjónvarpi. Mér finnst að Bogi og Ólafur eigi að fá að vera eins og fréttamennirnir í 60 mínútum, sem fá að vera á skjánum í áratugi, alveg fram í andlátið. Maður fylgist með þeim eldast og hrörna líkamlega um leið og ekkert virðist fá unnið á andanum. Ég vona að þannig verði með Boga og Ólaf. Á ákveðnum sviðum þurfum við reglufestu og það þýðir ekki að vera stöðugt að skipta fólki út og fá ný andlit bara vegna þess að þau gömlu hafa verið þarna lengi. Þannig að ég vil fá að eldast með Boga og Ólafi í gegnum kosningar og alls kyns pólitískar sviptingar. Það er ekki hægt að vera í betri félagsskap á kosninganótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“