fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Varaborgarfulltrúi krefst svara: „Ég hef núna beðið rólegur í næstum 13 ár“

Ósáttur við staðreyndavillu Fréttablaðsins varðandi mannaðar ferðir til Mars

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2.maí 2004 birtist frétt í Fréttablaðinu um fyrirhugaða mannaða geimferð til Mars. Fréttin snerist um áhyggjur sérfræðinga NASA um mögulegt kynferðislegt samneyti geimfara á leiðinni til Mars en það var ekki það sem vakti athygli Þórgnýs Thoroddsens, sem nú gegnir embætti varaborgarfulltrúa Pírata í Reykjavíkurborg. Það var eftirfarandi setning: „Geimferðin er fyrirhuguð í janúar á næsta ári [innsk. blm. 2005],“ sem nísti hann inn að beini.

Á bloggsíðu sinni deilir Þórgnýr því með lesendum sínum að hann hafi þegar í stað lagt inn fyrirspurn til Fréttablaðsins um hvaðan upplýsingarnar væru fengnar. Þrátt fyrir loforð ritstjóra um að kanna málið þá barst ekkert svar.

„Sléttum fjórum árum síðar hafði ég aftur samband í síma og ítrekaði fyrirspurn mína. Aftur fékk ég samband við ritstjóra, sem að lýsti yfir undrun sinni og ánægju með þrautseigju mína og lofaði að skoða málið og láta mig vita,“ segir Þórgnýr í færslu sinni. Ekkert svar barst.

„Öðrum fjórum árum síðar ýtti ég enn eftir svari og uppskar hláturrokur miklar og loforð um að fá upplýsingar um hvaða heimildir voru að baki þessari stórfurðulegu frétt. Það er varla að spyrja að því að ég fékk auðvitað engin svör,“ segir Þórgnýr.

Eðli málsins samkvæmt er nú fokið í flest skjól frá varaborgarfulltrúanum. Þrettán ár eru liðin og engar fregnir hafa borist af rymjandi fullnægingarstunum geimfara á leið til Mars. „En nú er nóg komið. Ég hef núna beðið rólegur í næstum 13 ár og krefst svara. Hvaðan komu þessar upplýsingar? Vissi fréttamaður eitthvað sem að við hin vitum ekki? Hefur leynileg ferð til mars verið þögguð niður í sögubókunum?,“ spyr Þórgnýr í þjósti og tilkynnir að hann hafi enn ítrekað fyrirspurn sína.

Engin svör hafa borist frá Fréttablaðinu og ekki var gerð tilraun til að ná í neinn aðila þar á bæ við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum