fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fókus

Karl rifjar upp þegar líf hans breyttist: „Peningar sem ég hafði inn fyrir hádegi eru mánaðarlaunin í dag“

Segir sögu sína í þættinum Ný sýn í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. maí 2017 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú getur alltaf hugsað: Af hverju ég? En þú ert líka einn af þeim heppnu sem lifði af og maður má ekki taka því sem litlum hlut,“ segir Karl Berndsen í þættinum Ný sýn í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður sýndur í opinni dagskrá í kvöld klukkan 20.

Í þættinum ræðir Karl meðal annars um alvarleg veikindi sem hann gekk í gegnum. Hann veiktist árið 2013 og var fyrst greindur með heilaæxli. Greiningunni var svo breytt og hann var sagður með vírus en skellurinn kom fyrir alvöru í byrjun árs 2014:

„15. febrúar dett ég út og sef til 23. apríl,“ segir hann í þættinum. Í ljós kom að hann var með offramleiðslu á heilavökva og greindist síðar með eitlakrabbamein.
Í tilkynningu frá Símanum vegna þáttarins í kvöld kemur fram að Karl segi frá því hvernig hann hafi óttast mest að verða blindur.

„Í upphafi var ekki vitað hvort ég yrði alveg blindur og þá eiginlega snerist allt líf mitt um það. Meiri hrylling gat ég ekki hugsað mér,“ segir Karl sem er lögblindur í dag – með undir 10% sjón. „Allt í einu vaknarðu. OK, svona er þetta, ætlar þú að hafa þetta svona eða ætlar þú að gera eitthvað í því.“ Hugarfar hans hafi í kjölfarði breyst: „Ég er ekki nema 52ja ára þannig að það hlýtur að vera helmingurinn eftir.“

Í þættinum kemur fram að líf Karls hefur breyst mikið frá því að hann veiktist. „Peningar sem ég hafði inn fyrir hádegi eru mánaðarlaunin í dag,“ segir hann frá. „En það er líf. Bara svolítið öðruvísi.“

Þátturinn með Karli Berndsen er þriðji í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn, segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Söngkonan Svala Björgvins var í þeim fyrsta, svo Stefán Karl Stefánsson leikari og nú Karl. Skot Productions framleiðir þættina fyrir Símann.

Viðtalið við Karl verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld, fimmtudags kl. 20. Þættirnir bíða einnig í efnisveitunni Sjónvarpi Símans Premium fyrir þá sem vilja horfa þegar hentar.

Um framtíðina segir Karl. „Einn daginn vakna ég og er fullur af framtíðarmöguleikum. Næsta dag vakna ég: Why bother.“ En lífið haldi áfram. „Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Ég hef trú á því.“

Karl sagði sögu sína í einlægu viðtali í helgarblaði DV í setepber síðastliðnum – viðtali sem vakti mikla athygli. Áhugasamir geta nálgast viðtalið hér í fullri lengd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiðandi Scrubs og Californication á yfir höfði sér áratuga fangelsi

Framleiðandi Scrubs og Californication á yfir höfði sér áratuga fangelsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kramer úr Seinfeld opnar sig um augnablikið þegar ferillinn fór í vaskinn

Kramer úr Seinfeld opnar sig um augnablikið þegar ferillinn fór í vaskinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug