fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Aðdáendur brjálaðir yfir nýju málverki af Katrínu hertogaynju – „Er þetta brandari?“

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2024 08:57

Margir eru verulega óánægðir með verkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var afhjúpað nýtt málverk af Katínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, og er óhætt að segja að viðbrögðin hafa verið blendin og að gagnrýnisraddir séu mun háværari en aðrar.

Listamaðurinn Hannah Uzor málaði myndina, sem er á forsíðu tímaritsins Tatler fyrir júlímánuð.

Katrín, sem er að berjast við krabbamein, sat ekki fyrir myndina en Uzor fór í gegnum mörg þúsund myndir af henni til að fanga svip hennar.

„Ég eyddi miklum tíma í að horfa á hana, horfa á myndir af henni, horfa á myndbönd af henni, sjá hana með fjölskyldu sinni, sjá hana í diplómatískum heimsóknum, sjá hana þegar hún er að róa eða heimsækja barnaspítalann,“ sagði Uzor í myndbandi á Instagram-síðu Tatler.

Kate Middleton on Tatler magazine

Kate Middleton
Listamaðurinn virðist hafa notað myndir frá galakvöldi árið 2022 sem innblástur.

Fjölmiðillinn notaði orðin: „Styrkur, reisn og hugrekki,“ til að lýsa myndinni en netverjar höfðu allt aðrar hugmyndir.

„Ég er fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd, Katrín er miklu fallegri en þetta,“ sagði einn.

„Mjög léleg mynd sem fangar hvorki fegurð né fágun prinsessunnar okkar,“ sagði annar.

„En skelfileg mynd af fallegri konu,“ sagði annar netverji.

Sumir voru ekki vissir hvort Tatler væri að grínast eða ekki.

„Er þetta brandari,“ spurðu einhverjir.

En það voru ekki allir á móti verkinu og hrósuðu sumir því. „Mjög fallegt,“ sagði einn.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tatler (@tatlermagazine)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi