fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Einar Örn um æskuna sem sonur Reynis sterka – „Hvað ef hann hefði ekki dáið?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2024 12:00

Einar Örn og faðir hans, Reynir sterki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Örn Reynisson opnar sig um æskuna og föðurmissinn í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fullorðins. Einar er sonur Reynis Arnar Leóssonar, eða Reynis sterka eins og hann var kallaður. Reynir lést langt fyrir aldur fram árið 1982 úr lungnakrabba, aðeins 43 ára gamall.

Reynir komst í heimsmetabækur fyrir aflraunir sínar sem eru svo lygilegar að bæði kraftajötnar og töframenn klóra sér í hausnum yfir þeim. Snemma kom í ljós að hann bjó yfir miklum fítonskrafti sem hann sýndi ekki með hefðbundnum lóðalyftingum heldur með því að slíta keðjur, handjárn og koma sér úr erfiðum aðstæðum líkt og töframenn gera jafnan. Reynir var ekki tröllslega vaxinn eins og margir aflraunamenn eru, heldur lágvaxinn og knár. En þyngdirnar sem hann lyfti og styrkleiki keðjanna sem hann sleit var mun meiri en seinni tíma menn gátu fengist við.

Árið 2017 gerði Baldvin Z heimildarmynd um Reyni sterka, Beyond Strenght. 

Aðspurður í Fullorðins hvernig það hafi verið að vera sonur manns sem var svona frægur og þekktur segir Einar:

„Það var bæði gott og slæmt. Hann var landsfrægur og það vissu eiginlega allir hver hann var […] En á sama tíma var persónulega ákveðinn söknuður. Hvað ef hann hefði… hann var á barmi þess að verða heimsfrægur.“

Einar viðurkennir að hann hugsar stundum: „Hvað ef hann hefði ekki dáið?“

„Hvar værum við fjölskyldan þá stödd? Væri lífið ekki aðeins þægilegra kannski? Það voru vangavelturnar mínar mest þegar ég var lítill,“ segir hann.

„Ég átti kannski pínu erfiða æsku hvað þetta varðar.“

Slæmur í hjartanu

Reynir dó úr lungnakrabba. „Þetta var á þeim tíma þegar menn voru ekki alveg vissir að það væri óhollt að reykja,“ segir Einar.

„En hann var líka orðinn slæmur í hjartanu, á þessum tíma var hann búinn að ákveða að hætta þessum átökum því hann var búinn að vera alveg eftir sig í marga daga oft… svo fór hann í tökur á þessari mynd ósofinn og búinn að vinna mikið og gerði þetta eins og hvert annað verkefni.“

Horfðu á þáttinn með Einari á Fullorðins.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“